Börn sem ögra

Ég var að lesa ótrúlega skemmtilega grein. Þar er fjallað um áhrif þess hvaða afstöðu leikskólakennarar taka til barna almennt til þess hvernig þeir líta á og vinna með hegðun sem þeim finnst óæskileg og/eða ögrandi. Dæmi um slíka hegðun er; öskra, bíta, lemja, sparka, ljótur munnsöfnuður, skilja börn eftir útundan og fleira. Afstöðu leikskólakennara er skipt í fernt (sjá hér að neðan). Í greininni er því lýst hvernig með því að endurskoða afstöðu sína til barna leikskólakennarar breyta starfsaðferðum og áhrifum þess á "hegðun" barna.

  1. Barnið er eign hins fullorðna, hinn fullorðni tekur allar ákvarðanir fyrir barnið, enda hefur barnið ekki til þess þroska. Þegar þetta er afstaða hins fullorðna þá er litið á barn sem ögrar sem ófært um að stjórna hegðun sinni og það er hlutverk hins fullorðna að taka ábyrgð á hegðun barnsins. Þær leiðir geta m.a. byggst á atferlismótun eða lyfjagjöf.
  
  1. Barnið er hlutgert, það er litið á börn sem saklaus og varnarlaus, það er hinna fullorðnu að bera ábyrgð og vernda barnið fyrir sjálfum sér og öðrum. Leikskólakennarar sem hafa þessa afstöðu, kenna barninu viðeigandi hegðun, að vera þægt barn, oft byggða á þekkingu á þroskastigum sálarfræðinnar. Ef kennarinn ræður þrátt fyrir það ekki við hegðunina, kallar hann á sérfræðing, t.d. sérkennsluráðgjafa eða sálfræðing.
  
  1. Barnið er þátttakandi í ákvörðunum um eigið líf. Rætt er við barnið um ögrandi hegðun og afleiðingar hennar, en leikskólakennarinn hefur lokaorðið um hvernig brugðist er við, hann tekur ákvörðunina. Dæmi, leikskólakennari getur sagt börnunum hvaða hegðun sé óæskileg, svo sem að; lemja, skilja útundan, sparka... og hann gefur þeim verkfæri til að þau geti brugðist við, ef þú ert laminn, láttu kennara vita, ef þú ert reið notaðu þá orð. Börn þurfa hjálp hinna fullorðnu til að skilja og bregðast við hegðun sinni, þau hafa ekki forsendur til að skilja hana sjálf.
  
  1. Barnið er gerandi (social actor) í eigin lífi sem tekur þátt í að skapa og hafa skoðanir á umheiminum og hefur rétt til þátttöku í ákvörðunum sem varða það. Leikskólakennari sem hefur þessa afstöðu til barna telur að þau hafi  fram að færa gildar skoðanir um starfið og námskrá leikskólans. Kennarinn íhugar gagnrýnið með börnunum og ræðir t.d. ögrandi hegðun við þau. Börnin hafa fram að færa ýmislegt sem getur t.d. varpað ljósi á hegðun og þau geta breytt henni.

 

  Að lokum þá hvet ég sem flesta leikskólakennara að lesa greinina.

MacNaughton, G., Hughes, P., & Smith, K. (2007). RETHINKING APPROACHES TO WORKING WITH CHILDREN WHO CHALLENGE: ACTION LEARNING FOR EMANCIPATORY PRACTICE. International Journal of Early Childhood, 39(1), 39.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Slóð á þessa grein?

Hörður (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

átti að vera hlekkur undir SKEMMTILEG GREIN en ef hann virkar ekki þá er greinin hér

http://proquest.umi.com/pqdweb?did=1408778481&Fmt=7&clientId=58032&RQT=309&VName=PQD

vona að þetta virki annars bara að fara inn á proquest

Kristín Dýrfjörð, 6.3.2008 kl. 23:44

3 identicon

Ég held að það sé ekki rétt að þýða "challenge" sem ögrun, heldur sem áskorun.

Þessi börn, sem kunna ekki að hegða sér,  eru krefjandi, kalla á það að maður takist á við þau og þeirra vandamál - og reyni að leysa þau ... 

Ég var að lesa um aðferð Montessori, þ.e. að einangra þau smám saman þar til þau hætti. Kannski fljótvirkasta leiðin?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband