Duldar óskir og þrár

Lítil ómerkt frétt í Morgunblaðinu vakti athygli mína í morgun. Þar er verið að fjalla um vonbrigði OECD yfir að Ísland hafi ekki komið betur út úr PISA rannsóknum og ef eitthvað farið dalandi. Þetta er sérstök vonbrigði OECD í ljósi þess hvað þjóðin leggur til menntamála á hvern einstakling. Nokkur gagnrýni varð á sínum tíma á uppbyggingu Aðalnámskrár grunnskóla (þessari sem Björn setti 1999), hún var talin hefta kennara, draga úr sjálfsforræði þeirra og þróun í starfi. Ég heyrði því fleygt á sínum tíma að margir teldu hana ræna kennara starfi sínu, stuðla að kulnun og draga úr faglegum áhuga. Samkvæmt fréttinni bendir OECD á að beina þurfi sjónum að kennurum, kannski að ein leið sé að veita þeim aftur forræði yfir eigin starfi? En engar slíkar pælingar eru í frétt Morgunblaðsins, þar er hins vegar spyrnt saman umfjöllun um PISA og því að í heilbrigðiskerfinu sé launsnarorð OCED fyrir Ísland, einkavæðing.

  Lesa fleiri en ég út úr þessu duldar óskir og þrár?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Ég er ekki viss um að aðalnámskráin dragi úr sjálfsforræði kennara og þróun í starfi.  Ég held að það sé eitthvað annað sem rænir kennara faglegum áhuga en þessu námskrá.

Rósa Harðardóttir, 4.3.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Á sínum tíma voru þetta kennarar sem létu þessi orð falla um mögulegar afleiðingar hennar. Starfið væri njörvað niður og gert að tæknilegum úrlausnum. Auðvitað eru fleiri þættir sem koma til, en ég held að það að hafa möguleika til þróunar sé eitt atriði. Svo eru önnur atriði eins og kjör og starfsaðstæður sem skipta líka máli.

Kristín Dýrfjörð, 4.3.2008 kl. 18:38

3 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

Skiptir máli að konur séu í áhrifastöðum?

Fjölkvennum á fund á NASA við Austurvöll laugardaginn 8.mars 2008 klukkan 17:00.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 5.3.2008 kl. 10:23

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Já það skiptir máli, vona að sem flestir verði á fundinum. Ég ætla á laugardaginn að vera í Akureyrarkirkju að ræða um samstarf leikskóla og kirkju.

Kristín Dýrfjörð, 5.3.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband