Komin heim

Þá er ég komin heim, búin að þramma um bæði Amsterdam og Kaupmannahöfn í dag. Báðar borgir komnar í jólabúning. Var reyndar í London um fyrir og um helgina og hún er líka komin í sinn jólabúning. Á mánudaginn vann ég á bókasafninu og beið eftir að ná fundi. Fékk boð um klukkan fimm að viðkomandi gæti hitt mig, átti við hana ágætis spjall. Hún spurði mig svo hvenær flugið mitt færi frá Heathrow, "átta segi ég", "ertu galin", "hefurðu ekki þurft að vera löngu farin af stað?" Mér sem fannst ég í góðum tíma. Alla vega þegar fundi lauk fór ég af stað og var komin vel tímalega á völlinn. Reyndar stressaðist ég aðeins þegar lestin lenti í 15 mínúta stoppi á leiðinni. Í London var annars slík rigning á sunnudag og mánudag að ekki hefur annað eins sést í haust. Meira segja seinkaði fluginu mínu til Amsterdam vegna rigningar.

Það er búið að vera mikið að gera þessa daga í Amsterdam, búin að skoða leikskólasýningu, funda nokkrum sinnum, fara út að borða og heimsækja tvo leikskóla. Er að vinna í minnispunktunum mínum. Dagurinn í dag hefur verið fínn, náði að funda lítillega um málefni sem tengjast SARE, ég skoðaði leikskóla í Amsterdam í morgun, fór svo með vatnataxa þaðan á aðaljárnbrautarstöðina. 

Lenti í Köpen um fjögur og náði að þramma niður Strikið og draga að mér jólaandanda borgarinnar. Vélin heim var svo full af íslenskum karlmönnum sem ég held að flestir hverjir hafi verið að koma landsleiknum. Á morgun er svo ráðstefna um leikskólaarkitektúr.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband