"Ég margleit í speglana og sá ekkert, hann bara var þarna allt í einu"

Fyrir mörgum árum þegar ég var enn leikskólastjóri, átti sér stað svipað atvik fyrir utan leikskólann hjá mér og nú á Garðaseli. Við margbrýndum fyrir foreldrum að leyfa ekki börnunum að hlaupa einum niður á bílaplanið. En einmitt það gerðist og barn varð fyrir bíl sem var að bakka úr stæði. Það þurfti að sjálfsögðu að kalla til sjúkrabíl en sem betur fer fór þetta betur en áhorfðist. Hins vegar gleymi ég seint sjokki foreldrisins sem bakkaði yfir barnið. "Ég margleit í speglana og sá ekkert, hann bara var þarna allt í einu" endurtók það aftur og aftur.  Öðrum börnum varð þetta víti til varnaðar, þau ríghéldu í hönd foreldrana. Þetta var nú ekki sú leið sem við hefðum kosið til uppfræðslu. Börn á leikskólaaldri eru flest oftast frekar lág í loftinu og gjarnan algjörlega úr sjónlínu flestra bílstjóra. Förum varlega.
mbl.is Börn í slysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband