Kaupmaðurinn á horninu

Fyrir nokkrum mánuðum lenti ég í spurningarkönnun um verslunarhætti mína, aðallega vildi þeir vita hvort ég verslaði frekar hjá Nóatúnsveldinu eða Baugsveldinu. Fæst svör buðu upp á möguleikann Kaupmaðurinn á horninu, litlu búðina á Grundarstíg. En ég get sagt með stolti að þar er minn uppáhaldsverslunarstaður. Þar hitti ég nágranna mína og spjalla um daginn og veginn. Þar er stór hluti viðskiptavina enn í reikning. Þar eru vörurnar merktar með litum hvítum miðum, næstum hver einasta vara. Það má vel vera að kaffið kosti 50 kalli meira en í bónus eða krónunni, en ég er löngu búin að finna sparnaðinn við að versla þarna, ég kaupi nefnilega venjulega bara það sem þarf, en fylli körfuna ekki með alla vega óþarfa sem mér hættir stundum til á hinum stöðunum. En það sem meira er kaffið kostar það sama allan daginn og líka á morgun og starfsfólkinu heilsar maður á götu. Og svo labba ég út í bakarí á horninu, skrepp gjarnan eftir grænmeti í Yggdrasil á þar næsta horni og svo er líka fiskibúð og ostabúð hér á næstu grösum. 

Gamli kennarinn minn hann Gunnar Dal vildi ómögulega á stöð 2 í kvöld tala illa um manninn sem færir honum 50 fríar máltíðir á ári. Vildi ekki saga greinina sem hann segist hafa komið sér þægilega fyrir á. Ég skil það vel. En væntanlega er maðurinn ekki rækta tré af góðvild einni saman, væntanlega er hann í bísnes. Kannski er óþarfi að vera með ofmiklar áhyggjur af greininni. Sennilega er þetta eins og með dropann í baðkarinu, það er hægt að skipta honum endalaust þannig að hann rennur "aldrei" allur niður. Held að það sama eigi við um viðskiptahætti í framtíðinni. Held að gamla einokunin og milliliðirnir séu úr sögunni. En við neytendur erum dropinn sem endalaust er hægt að mjólka, það vita kaupmenn með viðskiptavit.


mbl.is Segir blekkingum beitt þegar verðkannanir eru gerðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Ég skil þig fer í Drangey...hvað er þetta með Gunnar Dal vegna óviðráðanlegra aðstæðna hef ég ekki náð að fylgjast með undanfarið.. heyrði í einhverjum búðar talsmanni í útvarpinu tala um að verðin breyttust á 2-10 mín fresti .... botna nú lítið í því til hvers...síðan talaði hann um tilboðskjöt sem oft er neðst í kælunum ....sambandi við verðkannanir......sagði að oft kláraðist þetta kjöt vegna fólks af Asískum uppruna væri fundvíst á það ...en hvað með spekingin Gunnar hvar hann kemur inn, sitjandi á grein  er mér hulinn ráðgáta.....

Fríða Eyland, 4.11.2007 kl. 15:30

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæll hann var einn þeirra karlmanna sem´karlkyns fréttamaður Stöðvar 2 stoppaði á förnum vegi og spurði um verðsamráðið. (Hann talaði bara við karla, vel að merkja, sá svo samskonar á förnum vegi spurningu á RUV og þá virtust bæðu karlar og konur tilbúin til að tjá skoðun sína - en vel að merkja þar var það fréttakona sem spurði).

En Gunnar sagði að hann ætlaði ekki að tala illa um manninn sem færði honum 50 fríar máltíðir á ári, ætlaði ekki að saga greinina sem hann sæti á, af trénu.

Kristín Dýrfjörð, 4.11.2007 kl. 15:45

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Ps. Kannski kunna nýbúarnir okkar betur að vera neytendur en við, ég sá það í einhverri umfjölluninni að við kynnum ekki að vera neytendur, þyrftum sem þjóð að læra það. Þetta er því kannski eitt af fjölmörgu sem við getum lært af nýjum íbúum landins.

Kristín Dýrfjörð, 4.11.2007 kl. 15:47

4 Smámynd: Fríða Eyland

Satt er það maður lærir svo lengi sem lifir......Gunnar Dal er góður á förnum veigi..

Fríða Eyland, 4.11.2007 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband