Veiddi fjórar, sagði hann

Kom áðan frá Akureyri með flugi, tók leigubíl á flugvöllinn. Þar var rjúpnaskytta á ferð. Við ræddum aðeins um veðrið, blámann í loftinu yfir Kaldbak, sem er víst ávísun á sunnanátt. Ég hafði verið svolítið áhyggjufull yfir veðrinu, stormviðvörun í gangi, hélt kannski að flugið yrði fellt niður. Rjúpnaskyttan sagði mér að það hafi verið farið að fjúka aðeins upp í Vaðlaheiðinni hann var þar á skytteríi áður en hann mætti á vaktina. "sástu rjúpur?" spurði ég. "Já tólf" sagði ann og ég veiddi fjórar. Átti reyndar að ná alla vega sex, fór ekki alveg rétt í þetta". Mér fannst ríflega 30% gott en ég er borða heldur aldrei rjúpur. Mínar minningar eru af þeim hangandi á snúrustaurum á bak við annað hvert hús á Króknum þegar ég var krakki. Man reyndar ekki mikið eftir að skytturnar týndust þá. En kannski gerðu þær það samt.
mbl.is Björgunarsveitir kallaðar út vegna rjúpnaskyttna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband