Sjálfstæðimenn þurfa örugglega áfallahjálp

Þeir hljóta að þurfa áfallahjálp sjálfstæðimenn í Reykjavík, búnir að glutra borginni frá sér með neyðarlegum hætti. Eftir standa félagshyggjuöflin með pálmann í höndunum. Ég hef trú á mínu fólki og veit að það getur komið sér saman um góðan málefnasamning. Við höfum reynsluna frá R listasamstarfinu. Við vitum að við getum unnið saman. Ég óska mínu fólki gæfu og gengis.


mbl.is Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Áður en ég óska þeim til hamingju vil ég fá að vita hvað þau ætla að gera með ágreiningsmálið mikla. Hvað gera þau með samruna REI og GGE? Hvað gera þau varðandi eignarhlut OR í HS, sem skyndilega og með dularfullum hætti var seldur REI? Hvað gera þau með Hjörleif Kvaran, Guðmund Þóroddson og Bjarna Ármannsson? Hvað verður um dómsmál Svandísar? Hver á að svara Umboðsmanni Alþingis? O.s.frv.

Friðrik Þór Guðmundsson, 11.10.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Held að fullt að hausum muni fjúka, held að dómsmálið verði rekið áfram þó ekki nema til að taka á Bjarna hlut. Held að einhver verði að svara umba og svo held ég að við brosum hringinn í marga daga.

Held líka að þau tryggi eignarhlutann í HS verði ekki innlimaður i hið nýja félag. Það verði í sannri útrás en ekki einkatilburðum hér heima.

Kristín Dýrfjörð, 11.10.2007 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband