Munaðarlaus texti - Þegar bloggið öðlast sjálfstætt líf

Undafarið hafa nokkrir leikskólakennarar sent mér texta sem fer eins og fleygur fugl um vefinn þessa daga. Þetta er blogg leikskólakennara á Marbakka í Kópavogi, sem heitir Bergljót Hreinsdóttir, hún setti þetta blogg inn á síðuna sína þann 11. september og síðan hefur það öðlast sjálfstætt líf. 

Mér finnst auðvitað gott að allir þessir leikskólakennarar - sumir gamlir nemar, hugsi til mín og vilji að ég viti hvað er í umræðunni, en það er eitt smá vandamál. Í alla þessa pósta hefur vantað hver er höfundur textans. Það finnst mér afar slæmt.

Í blogginu er Bergljót að velta fyrir sér ýmsu sem snýr að foreldrum og börnum, hvers vegna fólk er að eiga börn og hvaða hlutverk leikskólinn hefur komið sér í gangvart börnum og fjölskyldum þeirra. En hún er líka að fara fram á virðingu fyrir starfi sínu, virðingu sem skilar sér í launaumslagið.

Hér geta áhugasamir lesið færsluna hennar

http://beggita.bloggar.is/blogg/261734/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband