Pollýönnuheilkennið

Fannst þessi fyrirlestur um margt mjög áhugaverður, stofan var alveg stútfull og þurfti að bæta inn töluvert af stólum. Allir sem áhuga hafa á jafnréttismálum hljóta að fagna þessum mikla áhuga. Nokkrir karlar voru í hópnum en því miður alltof fáir. 

 

Það kom mér ekki á óvart að fram kom að konur hafa tilhneigingu til þess að afsaka slæmar aðstæður sínar og mikla ábyrgð á börnum og vinnu með því að þetta væri nú ekki svo slæmt, aðrir hefðu það miklu verr. Pollýönnuheilkennið eins og Gyða Margrét kallar það, mér fannst líka athyglisvert að á vinnustöðum þar sem pollýönnuheilkennið ræður ríkjum, og allir eiga að vera svo jákvæðir og elskulegir, er hætta á að ekki megi ræða allt, þar sem það getur ruggað bátnum og valdið einhverjum óþægindum. Þar með er slegið á eðlileg skoðanaskipti.

 

Fyrir nokkrum árum var ræddi ég við slóvenska vinkonu mína, sálfræðing, um Pollýönnu og hvernig heimspeki hennar hefur haft áhrif á okkur konur -einmitt með þetta að finna alltaf eitthvað jákvætt við erfiðustu aðstæður, sem leið kvenna til að lifa af. Þá komst ég að því að Pollýanna hafði ekki sloppið yfir járntjaldið, vinkona mín hafði aldrei séð þessa bók eða heyrt af henni.


mbl.is Ég þarf aðeins að skreppa...
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Athyglisvert að heyra að vinkona þín hafi aldrei heyrt talað um Pollýönnu. Þessi bók er svo stór hluti af okkar kúltúr í rauninni.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.9.2007 kl. 13:24

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Já, það fannst mér líka, enda fannst henni þessi hugmyndafræði um margt alveg ótrúlega einföld. En kannski er það ekki rétt af mér að segja að vinnustaðir einkennist af Pollýönnueinkenninu, miklu fremur er það almenn menning sem snýst um að allt sé svo jákvætt og skemmtilegt í vinnunni - fyrir mér slær þessu saman.

Annað sem mér fannst áhugavert er að skoða afleiðingar tímavinnubanka - hverjir hafa aðgengi að tímavinnubönkum og hvernig þeir eru hugsanlega notaðir, og svo hitt hvernig Hið gullna jafnvægi (verkefni sem borgin var með og átti að stuðla að jafnvægi heimilislífs og atvinnu) hefur hjá mörgum leitt til enn meira samviskubits hjá mörgum konum sérstaklega. Þú ert heima að sinna veiku barni en átt í leiðinni að vera sinna vinnunni þinn í gegn um tölvuna. 

Kristín Dýrfjörð, 29.9.2007 kl. 13:54

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Mjög áhugaverð rannsókn og þetta er svo satt .

Herdís Sigurjónsdóttir, 29.9.2007 kl. 16:35

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þarf ekki að fjölga þeim dögum sem foreldrar hafa til að sinna veikum börnum?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 1.10.2007 kl. 13:08

5 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sennilega þarf að gera það - en það þarf líka að verða þannig að körlum finnist janfsjálfsagt að vera heim aog konum. Það kom t.d. fram í rannsókninni að þegar yfirmenn voru spurðir um fjölskyldustefnu, var svarið hjá einum eitthvað á þessa leið: "við erum nú öll eins og ein fjölskylda hér", taldi sem sagt að þetta næði til andans á vinnustaðnum. En fleiri dagar sem samt þýða verkefni með heim er engin lausn.  

Kristín Dýrfjörð, 1.10.2007 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband