Skemmtileg vísindavaka - ég á međal vindmestu kvenna

Ég fór áđan ásamt Guđrúnu Öldu á vísindavökuna í listasafni Reykjavíkur, mikiđ fjölmenni var á stađnum og viđ hittum marga. Viđ hittum nokkuđ af starfsfélögum viđ Háskólann á Akureyri. Frá auđlindadeild voru bćđi kennarar og nemendur en frá RHA voru starfsmenn. Geir var ţarna ađ kynna Asíuveriđ,var settur á milli tveggja stórvelda, Kínverja og Japana. Sagđist vera svona mínimalískur viđ hliđ ofgnóttanna. En á stórveldabásunum var mikiđ lagt upp úr ađ leyfa fólki ađ prófa. Ég fékk ađ smakka kínverska mánaköku sem bragđađist vel. Börn voru sérstaklega upptekin af ađ fá ađ skrifa nafniđ sitt međ japönsku letri. Hjá Veđurstofunni fékk ég ađ blása í vindmćli og náđi ađ blása 9,5 metra á sekúndu, var ţegar ég fór, vindmest kvenna, einhverjir karlar höfđu ţó náđ ađ slá í hviđum upp í 13,5 metra á sekúndu.

 

Kennaraháskólinn var međ lítinn vísir af vísindasmiđju sem ég skođađi af áhuga og svo var Fjölskyldu og húsdýragarđurinn međ himingeimatjald. Annars var KHÍ mjög áberandi í safninu og var básum ţeirra dreift víđa. Ţađ fannst mér vel til fundiđ og gera skólann mjög sýnilegan.

Sérstakir gestir vísindadaganna voru frá borginni Perugia á Ítalíu, ţeir sýndu myndband af dögum helguđum vísindum og listum í borginni 6 til 22. september sl. Ég rabbađi heilmikiđ viđ Ítalina og ákváđum viđ ađ reyna ađ vera í sambandi.  
mbl.is Fróđleikur á hverjum fermetra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband