27.9.2007 | 21:23
Yndið okkar yngsta og besta
afi og litli mann
Nú er ég búin að fá úthlutað skemmtilegasta hlutverki lífsins held ég. Ég er komin í mafíuna, orðin löggilt amma. Búin að fá opinbert leyfi til að spilla og dekra. Við Lilló erum búin að eignast nýtt yndi. Yndið yngsta og besta. Þessi litli maður sem fæddist rétt fyrir miðnætti þann 25. september, er undraverk. Hann er strax persóna. Verður reiður ef hann fær ekki að drekka og hefur ágætis raddbönd. Reigir höfðinu og ýtir sér næstum upp á fjóra þegar hann er lagður á magann í vöggunni. Horfir svo dökkum augum á okkur, veltir fyrir sér hvað allt þetta fólk sé að vilja. Svo segir afi að hann hafi gítarputta. Held að ég gæti setið allan daginn og dáðst af honum. Hann er dásamlegur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:27 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Leikskólakennari, fyrrum leikskólastjóri, lektor við Háskólann á Akureyri, áhugamanneskja um málefni tengd leikskólanum í sinni víðustu mynd. Blogg sem eru sérstaklega um faglega hlið leikskólastarfs er að finna á www.leikskolabanki.blog.is
Efni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 358817
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
fyrirlestrar og ritgerðir
- Fyrirlestur um ytra mat Fluttur á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga 6. október 2008
- Fyrirlestur - Hvert barn er sinn eigin kór Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu Reykjavíkurborgar og RannUng þann 18. apríl 2008
- MA ritgerðin mín Hér má finna ritgerð mína um matsfræði
- (gömul) Rannsókn um viðhorf leikskólakennar til starfsins rannsókn sem gerð var fyrir um tæpum 15árum
- ritgerð um lýðræði og leikskólastefnur
- Leikskóli og trú - skýrsla
Frumkvöðlar
Umræða um leikskóla - mitt blogg
eldri blogg um leikskólamál,skýrslur og greinar
- Vald til breytinga
- Leikskólinn sumargjöf til barna
- leikskólinn fátækragildra kvenna
- Fjölbreytileiki og fjölmenning
- Hávaði í leikskólum
- Funaborg
- Kjarklaust fórnarlamb
- Fagrabrekka og Reggio
- dagur á Iðavelli
- listir og eðilsfræði í leikskólum
- skólaföt
- Skráning (dönsk)
- Leikskólinn pólitískur
- Hönnun leikskóla
- ógn þöggunar
- hræðslan og sjálfsmyndin
- kynjauppeldi?
- Arkitektúr og leikskólar
Sturlubarnið
- Valdagreining Sturlubarnsins
- Sturlubarnið KRingur
- Fyrsti dagurinn í leikskólanum
- Lj´somyndaáhug Sturlubarnsins og sitthvað fleira
- Sturlubarn í húsdýragarðinum
- Sturlubarnið sullar á Íngólfstorgi og skoðar bækur
- Sturla 1. árs
- Sturla, ferð á tjörn og Stöðlakot
- Heimsókn til ömmu og afa í Skeifu
- Að æfa sig á þroskabrautinni
Bloggvinir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Fríða Eyland
- Hörður Svavarsson
- Ingibjörg Margrét
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- Bergljót Hreinsdóttir
- Margrét Einarsdóttir Long
- Benedikt Sigurðarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Páll Helgi Hannesson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Arna Lára Jónsdóttir
- Björgvin Gunnarsson
- Hlekkur
- Þingmaður
- Ásgerður
- Þóra Guðmundsdóttir
- Steingrímur Ólafsson
- svarta
- Halla Rut
- Sigríður Jónsdóttir
- Gunnar Axel Axelsson
- Gísli Tryggvason
- SVB
- Arnar Ingvarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- cakedecoideas
- Dóra
- Elín Erna Steinarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Stella Jórunn A Levy
- Þórhildur og Kristín
Athugasemdir
Yndislegt, til hamingju Kristín mín, ég fæ nú bara gæsahúð og unaðshroll.
Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 21:47
Og það var næstum í gær að ég fæddi Trausta, ekki næstum 28 ár og nú er hann orðinn pabbi. Svona er lífið einu sinni skrítið og skemmtilegt.
Kristín Dýrfjörð, 27.9.2007 kl. 21:50
Kæra Kristín innilega til hamingju með yndið
Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 22:16
Til hamingju með drenginn - og njótið vel!
Valgerður Halldórsdóttir, 27.9.2007 kl. 22:23
Til hamingju nafna mín - lifðu í lukku, en ekki í krukku.
kv, K
svarta, 28.9.2007 kl. 01:12
TAKK ALLAR ÞIÐ ERUÐ NÁTTÚRULEGA ALVEG YNDISLEGAR. Ég er svo heppin að báðir foreldrar og afi eru alveg fótboltasjúk, og því hef ég fengið fyrirheit um að fá að að hugsa sérstaklega um piltinn þegar útsending er frá tilteknum leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Svona þangað til hann verður gjaldgengur í áhorfshópinn.
Kristín Dýrfjörð, 28.9.2007 kl. 01:24
Elsku Kristín, innilega til hamingju til ykkar allra.
Sigrún
Sigrún Þórsteins (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 09:34
Sæl Kristín.
Innilegar hamingju óskir. Ég hlakka líka mikið til að verða amma, ekkert á leiðinni ennþá, en það verður örugglega stórkostlegt þegar að því kemur. Systur mínar eru orðnar margfaldar ömmur og ég fæ stundum að prófa að vera amma á ská hjá þeim. Það er samt örugglega ekki það sama.
Til hamingju líka með stofnun samtakanna um daginn. Vona svo sannarlega að þér gangi vel að stýra þeim og þau vaxi og dafni.
Kveðja,
Fjóla Þorvalds.
Fjóla Þorvalds (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 15:54
Þetta er náttúrulega kostur þess að eiga sjálf börn ung, við fáum stundum ef við erum heppin líka að verða ömmur eða afar nokkuð "ung". Drengurinn fær að fara heim á eftir og við ætlum að sjálfsögðu að mæta í heimsókn.
Kristín Dýrfjörð, 28.9.2007 kl. 15:59
Ég óska þér til hamingju með að vera orðin amma. Ég er einnig komin í þetta hlutverk og er það yndislegt.
Kveðja, Sigga í Fögrubrekku
Sigríður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 23:48
Bestu hamingju óskir Kristín og fjölskylda. Ég tek undir þá fullyrðingu að það er yndislegt að vera amma.
Kveðja Sigrún
Sigrún Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.