27.9.2007 | 14:39
Skreppur og Pollýanna - áhugaverður fyrirlestur á morgun
Gyða Margrét Pétursdóttir félags- og kynjafræðingur og doktorsnemi í Háskóla Íslands heldur fyrirlesturinn:
Skreppur og Pollýanna:
Um ólíka möguleika og sýn kynjanna á samræmingu fjölskyldulífs og atvinnu
í hádegisfyrirlestrarröð Rannsóknastofu í vinnuvernd.
Fyrirlesturinn verður föstudaginn 28. september kl. 12.15 - 13.15
Markmið rannsóknarinnar var að leggja mat á árangur Reykjavíkurborgar í málaflokknum og hvort og þá hvernig fjölskyldustefnan er útfærð innan ólíkra vinnustaða. Helstu niðurstöður sýna áhugavert samspil kynjabreytunnar og eðli starfanna. Möguleikar þeirra sem eru sérfræðimenntaðir á samræmingu fjölskyldulífs og atvinnu eru að jafnaði meiri en hinna. Það stafar af því að störf þeirra eru sjaldnar háð ákveðinni viðveru. Nýting möguleikanna er þó minni en ella vegna krafna í starfi. Vinna þeirra sem ekki hafa sérfræðimenntun er oft á tíðum staðlaðri, hún er ekki bundin við ákveðin verk heldur viðveru í tiltekinn tíma. Þarna er þó augljós kynjamunur. Karlar njóta almennt meira sjálfræðis í starfi, meiri hreyfanleika og sveigjanleika en konur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.