Kveđjustund

kirkja

 

Lífiđ hefur sinn gang, ţađ fćđast börn, viđ lifum og viđ deyjum. Allt gerist ţetta óháđ veđrum og vindum. Í gćr fagnađi ég fćđingardegi og í dag kvaddi ég. Var viđ jarđarför, ákaflega fallega útför í sveitakirkju. Einn söngvarinn, hún Anna Sigga, söng líka viđ útförina hans Sturlu. Ţá vildi ég engan kór. Mér fannst einhvernvegin ekki kór hćfa í jarđarför hjá svona ungri manneskju eins og sonur minn var. Ţegar ég hlustađi á Önnu Siggu í dag hvarf ég augnarblik til ţess tíma sem ég sat á fremsta bekk í Fossvogskirkju. Og ţrátt fyrir ađ vera erfiđar, ţá yljuđu ţćr minningar. Ţannig vil ég líka muna. 

 

Athöfnin í dag var falleg, falleg á margan hátt. Kirkjan smá og nándin mikil. Presturinn nćrfćrinn og sannur í sinni rćđu. Ung stúlka lék undur vel og af mikilli einlćgni á ţverflautuna sína, “síđasta gjöfin mín til ömmu” hvíslađi hún ađ mér. Jarđarfarargestir sungu međ kórnum og á eftir var, Allt eins og blómstriđ eina, sungiđ úti í garđi yfir moldu, ţar stóđ kórinn og söng eins og englar og útfarastjórinn međ. Vindurinn lék undir líkt hann vćri orgel himnanna, kannski hreinsađi hann sálur okkar, blés burtu öllu amstrinu og áhyggjunum, eitt andartak, ţerrađi tár af hvörmum og tryggđi fast fađmlag.  

 

Í huga mér hefur: Ég kveiki á kertum mínum, viđ krossins helga tré, runniđ upp fyrir mér aftur og aftur, bćđi lag og texti. Og nú sit ég hér og raula: Nú hallar helgum degi á Hausaskeljastađ. Segiđ mér er til fallegri texti og lag, sem hćfir stund og stađ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei - alveg örugglega ekki. Ţessi sálmur á svo sérstakan stađ í sálinni á mér ađ ég get eiginlega ekki lýst tilfinningunni sem kemur upp ţegar ég heyri hann. Auđvitađ tengi ég hann líka minningunni um mitt fólk sem er fariđ enda var hann sunginn í ţeim jarđarförum. Í uppeldinu var mér líka kennt ađ meta hann, mamma sagđi alltaf ţegar hún heyrđi ţennan sálm ađ hann hefđi ađ geyma eitt fallegasta ljóđ sem til vćri og svo kunni hún líka söguna á bak viđ tilurđ ljóđsins. ég fékk oft ađ heyra hana. 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráđ) 15.9.2007 kl. 15:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband