Hátíðisdagur

Hjá mér er margfaldur hátíðisdagur í dag, fyrsta lagi ætlum við að stofna samtök fólks sem hefur áhuga á aðallega leikskólastarfi í anda Reggio Emilia, sem hefur áhuga á lýðræði, gagnrýninni hugsun og sköpun. Samkvæmt þeim póstum sem ég hef fengið verður fundurinn nokkuð fjölmennur, hægt að telja fólk í tugum.  Vei fyrir okkur.

 

Svo hefði afi minn átt afmæli og mamma heldur veislu honum til heiðurs og litla bróður mínum sem á líka afmæli í dag.

 

Vinkonur mínar segja mér að ég sé í eðli mínu búkona, mér líði best við að dedúa í eldhúsinu, baka, sulta, sjóða niður og fleira skemmtilegt. Enda afi minn sem fæddist þennan dag bæði lærður bakari  og kokkur (í Félagsbakaríinu á Ísafirði og kokkinn lærði hann á Borginni þegar hún var nýopnuð og amma mín í hina ættina matráðskona á spítölum og elliheimilum allt sitt líf) Þess vegna er það alveg í takt við daginn í dag að nú er ég búin að búa til 4 kíló af hummus frá grunni (Thaini meðtalið, ef einhvern vantar nokkurn veginn uppskrift af því) og þar sem ég sit og bíð eftir að seinni deigið hefist, líður ilmur af nýbökuðu brauði og kaffi um íbúðina. Sannarlegur veislu og hátíðisdagur hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Margrét

Innilega til hamingju með daginn. Þetta er frábært framtak og ég samgleðst ykkur innilega.

Ingibjörg Margrét , 13.9.2007 kl. 18:33

2 Smámynd: Egill Óskarsson

Takk fyrir góðan fund og til hamingju með formennskuna!

Ég held að mætingin hafi nú verið slík að það verði ekki talið í tugum, það var orðið smekkfullt þegar ég mætti næstum 10 mínútum áður en fundur var settur.  

Það hefði reyndar verið gaman að sjá fleiri karlmenn en okkur tvo sem vorum á svæðinu en það hlýtur að batna:D 

Egill Óskarsson, 13.9.2007 kl. 23:40

3 identicon

sæl,

til hamingju með félagið þitt Kristín,

gaman að heyra hvað mætingin var góð.

Hvernig væri nú að nýji formaðurinn skellti eins og einni uppskrift af Hummus á netið svona rétt á milli annarra verka.

bestu kv. Díana

Díana Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 08:20

4 identicon

Takk Kristín fyrir gærdaginn ég var með gleðihroll og tár í augunum allann tímann.  Þetta var mikil gleðistund. Ég óska þér til hamingju með formennskuna!   Takk fyrir að standa í öllum undirbúningnum.  Hlakka til að tilheyra og vinna með okkur öllum í framtíðinni. kv. Jenný

Jenný D. Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 09:56

5 identicon

Hæbb Kristín og takk fyrir síðast !

Fundurinn var frábær.

Tilfinningin - andinn í þessu gamla húsi var til að kóróna stemninguna sem andaði í salnum. Ég er viss um að margir hafa fengið hroll niður mjóhrygginn á þessari mögnuðu stundu. Veruleikinn, jamm, þetta er hann, „litli Reggio saumaklúbburinn“ er orðinn að „stórum, búttuðum gull og silfur saumklúbb -

Til hamingju þið allir Reggio unnendur nær og fjær !

Kveðja - Edda í Fögrubrekku

Edda Valsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 11:26

6 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæl öll og takk fyrir hamingjuóskir, held að við séum góð viðbót við leikskólaflóru landsins. Og getum verið einhverkonar sameiningartákn fyrir alla þá leikskóla sem vinna í anda Reggio Emilia. Sjálf lít ég alls ekki á félagið sem mitt félag, heldur okkar allra. Þó svo að ég hafi fengið það hlutverk að stýra skipinu þetta fyrsta ár - eru margir aðrir tilbúnir að taka við stýrinu og standa með í brúnni. Sem betur fer. Alveg ljóst að svona félagskapur gengur ekki til lengdar nema að margir komi að honum, að margar hugmyndir og raddir fái að hljóma og á þær hlustað. Svo til hamingju við öll. (Ætla svo að blogga um fundinn á eftir - er bara ekki komin svo langt).

Kristín Dýrfjörð, 14.9.2007 kl. 19:28

7 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

ps. Díana skal setja u.þ.b. uppskrift á bloggið - verð að viðurkenna að mínar uppskriftir eru venjulega svolítið skapandi, á svo erfitt með að halda mig við stífa ramma.

og svo eru allir sem hafa áhuga velkomnir í samtökin okkar.

Kristín Dýrfjörð, 14.9.2007 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband