28.8.2007 | 15:02
Leikskólalýðræði og fermetrar
Síðustu vikur hef ég verið meira og minna á Akureyri, þar hef ég tekið þátt í málþingi um lýðræði í skólum, og svo norrænni vinarbæjarráðstefnu um leikskólamál. Á báðum fékk ég að koma skoðunum mínum framfæri. Á annarri um lýðræði og á hinni um hvernig m.a. leikskólabyggingar og skipulag getur stutt við lýðræði.
Fermetrar á barn í leikskólum voru mikið hitamál á meðal hinna íslensku leikskólakennarar. Enda þarf ekki mikla hugsun til að gera sér grein fyrir að á þeim þarf að taka. Það getur vel verið að á þeim tíma sem fermetrunum á barn í leikskóla var fækkað hafi það verið illnauðsynlegt til að koma á móts við þörf samfélagsins um að vistun fyrir sem flest börn. En nú er komið að endurskoðun. Við VERÐUM að breyta. Ef mið er tekið af því hversu langan dag flest íslensk börn eru í leikskólum, þá verða foreldrar og samfélagið að fara að gera kröfu á meira rými. Ég tel það af ýmsum ástæðum vera stórmál.
Ímyndið ykkur að venjulega heimilisstofu sem er um 35 fermetrar samkvæmt fermerarútreikningum þá mega vera í þessari stofu 12 börn allan daginn. Það er eins og að vera með barnaafmæli í stofunni hjá sér alla daga og hér er ekki gert ráð fyrir starfsfólkinu en væntanlega tekur það líka rými. Flestir leikskólar eru þannig byggðir að sameiginleg vinnurými barna eru tekin af þessum 3 fermetrum sem ætlaðir eru í leikrými, þannig má ætla að fjöldi barna í heimastofum sem eru jafnvel í kring um 40 45 fermetrar sé 20 24 börn stóran hluta dagsins. Kannski er ekkert skrýtið að fermetrar hvíli þungt á fólki við slíkar aðstæður. Þetta er umhverfi sem bíður upp á árekstrar og ýmis hljóðtengd vandamál.
Á ráðstefnunni tókst okkur að komast út úr þessari umræðu, fram komu hugmyndir fólks um framtíðarleikskólann. Flestir voru á því að miklu skipti að leikskólinn endurspeglaði hlýju en væri samt ekki heimilislegur. Þar á að vera fagurfræðilega fallegt umhverfi, sem styður við vinnubrögð í anda verkstæðisvinnu. Umhverfi sem styður við bæði samhjálp og sjálfstæði. Þar á að vera virkt lýðræði sem byggist á því að við eigum öll að gæta okkar minnstu systur og bróður.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt 5.12.2007 kl. 01:08 | Facebook
Athugasemdir
Ég hef einmitt verið að velta fyrir mér fermetrum, börnum og sjúkdómsvæðingu er að vinna verkefni um sjúkdómsvæðingu í samfélagi og skólum. Verð að játa að ég hef verið fangi þessara væðingu bæði gangvart mínum eigin börnum og annarra. Kannski vegna samfélagsþrýstings, menningu, fáfræði og andlegrar leti. En yfirleitt þá er hægt að snúa við blaðinu og gera betur þegar maður veit betur. Ég er í sæluvímu yfir því að vera að læra nýtt og fá tækifæri til að breyta hugarfarinu
Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.