Hvað vantar marga í dag??

Stundum er ég spurð að því hvort ég sakni þess ekki að starfa í leikskólanum. Ég skal fúslega viðurkenna að ég sakna þess oft. Ég sakna samskipta við börn, foreldra og starfsfólk. Sérstaklega sakna ég barnanna. En svo þegar ég fer að vera illa haldin af þessum söknuði þarf ég ekki annað en að minna mig á síðustu árin mín sem leikskólastjóri. Þegar ég vaknaði fyrir allar aldir og fyrsta hugsun var, hvað skyldi vanta marga starfsmenn í dag. Og þegar síðasta  hugsun mín áður en ég festi svefn var, hvað verða margir á morgun. Þegar ég rifja upp þennan þátt starfsins, læknast ég 1. 2 og 3.   

Samt veit ég ekkert starf skemmtilegra, og kannski er ég að vinna það starf sem kemst næst því, við að mennta verðandi leikskólakennara.

 


mbl.is Eiga laun leikskólakennara að vera hærri?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Theódórsson

Það er til foreldrar sem óska þess að geta verið heima og alið upp sín börn. En því miður er enginn fjárhagslegur stuðningur við þau svo þau neyðast til að fara út á vinnumarkaðinn (nema þau séu fjárahgslega sterk) og setja börn sín á niðurgreiddar uppeldisstofnanir það sem mannekla er viðvarandi.

Elías Theódórsson, 17.8.2007 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband