10 kílómetra hlauparinn sem móðgaðist við frúnna

Sennilega eru það tvö ár síðan Lilló ákvað að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu síðast. Ég var nú dáldið áhyggjufull, hann hafði ekkert verið að hlaupa eða æfa sig fyrir það. Fékk bara svona hugdettu og skráði sig. Ég eins og góðri konu sæmir rölti niður í bæ svona hálftíma eftir ræsingu ætlaði að taka á móti mínum manni. Nema ég sé hann aldrei. Eftir um klukkutíma komu flestir í mark en ekkert bólaði á Lilló, svo leið tíminn og klukkutími og 20 mínútur, ég farin að hugsa, voða er hann lengi að þessu, klukkutími og 30 mínútur ég farin að hafa áhyggjur, hjólastólar, lasburða fólk og gamalmenni voru komin í mark, fólk með barnavagna var komið í mark en ekkert bólaði á Lilló og liðið vel á annan tímann. Ég farin að hafa alvarlegar áhyggjur um að eitthvað hefði komið fyrir í hlaupinu, hann hnigið niður eða bara eitthvað, ætlað að fara heim sækja bílinn, keyra meðfram hlaupabrautinni. Heyra í höfuðstöðvum hlaupsins hvort einhver hefði verið fluttur á spítala. Búin að búa mér til allavega áhyggjur í kollinum. Þá heyri ég galað yfir Lækjargötuna, Kristín hvar ertu búin að vera? Þarna stóð Lilló segir mér að hann sé búin að fara heim í sturtu, fá sér sígarettu og kaffibolla. Skyldi ekkert hvar ég var. Hann varð eiginlega móðgaður að ég stæði þarna enn. Að ég tryði því að hann væri uppundir tvo tíma með hlaupið. Núna ætlar hann að endurtaka leikinn með sama undirbúning og síðast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband