17.7.2007 | 13:59
Sjálfsdekur
Er enn að ástunda sjálfsdekur, vinkona mín segir mér að það nefnist hjá öðrum, að vera í sumarfríi. Í gær ákvað ég skreppa í Skeifu til mömmu. Tók slatta af myndum af mínum æskugarði. Garðurinn er rúmir 1200 fermetrar og allur í rækt. Hann er eins og vin, leyndur staður í miðri borg, með útsýni til allra átta. Niður á sundin blá, Esjan og fjallahringurinn, Bláfjöll og sjálfur Fossvogurinn sést heiman frá. Þar eru sitthvoru megin við húsið tvö falleg útivistarsvæði, leikssvæði okkar systkina. Annarsvegar Elliðaárdalurinn með ánni og hólmanum og hinumegin er Fossvogsdalurinn. Læt myndir úr garðinum fylgja með í albúmi hér við hlið.
Í garðinum tíndi ég upp í mig jarðaber úr jarðaberjareitnum og fékk svo guðdómlegar kartöflur með mér heim í soðið, beint undan grösunum.
Flokkur: Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:01 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Leikskólakennari, fyrrum leikskólastjóri, lektor við Háskólann á Akureyri, áhugamanneskja um málefni tengd leikskólanum í sinni víðustu mynd. Blogg sem eru sérstaklega um faglega hlið leikskólastarfs er að finna á www.leikskolabanki.blog.is
Efni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
fyrirlestrar og ritgerðir
- Fyrirlestur um ytra mat Fluttur á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga 6. október 2008
- Fyrirlestur - Hvert barn er sinn eigin kór Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu Reykjavíkurborgar og RannUng þann 18. apríl 2008
- MA ritgerðin mín Hér má finna ritgerð mína um matsfræði
- (gömul) Rannsókn um viðhorf leikskólakennar til starfsins rannsókn sem gerð var fyrir um tæpum 15árum
- ritgerð um lýðræði og leikskólastefnur
- Leikskóli og trú - skýrsla
Frumkvöðlar
Umræða um leikskóla - mitt blogg
eldri blogg um leikskólamál,skýrslur og greinar
- Vald til breytinga
- Leikskólinn sumargjöf til barna
- leikskólinn fátækragildra kvenna
- Fjölbreytileiki og fjölmenning
- Hávaði í leikskólum
- Funaborg
- Kjarklaust fórnarlamb
- Fagrabrekka og Reggio
- dagur á Iðavelli
- listir og eðilsfræði í leikskólum
- skólaföt
- Skráning (dönsk)
- Leikskólinn pólitískur
- Hönnun leikskóla
- ógn þöggunar
- hræðslan og sjálfsmyndin
- kynjauppeldi?
- Arkitektúr og leikskólar
Sturlubarnið
- Valdagreining Sturlubarnsins
- Sturlubarnið KRingur
- Fyrsti dagurinn í leikskólanum
- Lj´somyndaáhug Sturlubarnsins og sitthvað fleira
- Sturlubarn í húsdýragarðinum
- Sturlubarnið sullar á Íngólfstorgi og skoðar bækur
- Sturla 1. árs
- Sturla, ferð á tjörn og Stöðlakot
- Heimsókn til ömmu og afa í Skeifu
- Að æfa sig á þroskabrautinni
Bloggvinir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Fríða Eyland
- Hörður Svavarsson
- Ingibjörg Margrét
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- Bergljót Hreinsdóttir
- Margrét Einarsdóttir Long
- Benedikt Sigurðarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Páll Helgi Hannesson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Arna Lára Jónsdóttir
- Björgvin Gunnarsson
- Hlekkur
- Þingmaður
- Ásgerður
- Þóra Guðmundsdóttir
- Steingrímur Ólafsson
- svarta
- Halla Rut
- Sigríður Jónsdóttir
- Gunnar Axel Axelsson
- Gísli Tryggvason
- SVB
- Arnar Ingvarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- cakedecoideas
- Dóra
- Elín Erna Steinarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Stella Jórunn A Levy
- Þórhildur og Kristín
Athugasemdir
Kristín þú ert greinilega ekki yngst. Því ef þú værir yngst þá hefði mamma þín eldað fyrir þig kartöpplurnar. Það gerir mamma mín
svarta, 17.7.2007 kl. 15:53
Því miður nýt ég ekki þeirra forréttinda - heil 3 yngri en ég og 2 eldri. Annars hefði mamma alveg boðið mér í mat - nema hún var með fisk og svoleiðis óæti fer ekki inn fyrir mínar varir.
Kristín Dýrfjörð, 17.7.2007 kl. 18:50
Það er í góðu lagi að taka með sér hjól í strætó og halda áfram að dekra sig - annars á formaðurinn aukahjól sem hægt er að fá lánað í túrinn. Láttu bara vita - kanna málið! Bloggið okkar er hhk.blog.is
Mamma trítar mig með lærissneiðum með raspi og blómkálssúpu .... mmmmmm... næ sjálf aldrei sömu skorpunni á kjötið og mamma
Ég er líka yngst
Valgerður Halldórsdóttir, 17.7.2007 kl. 20:11
Ég fer að hallast að því að yngstu börn séu dekurbörn - þið vitið við sem erum annarstaðar í röðinni verðum sjálfstæðari, öruggari, gáfaðri (kannski ekki eins og þessi elstu en örugglega gáfaðri en þessi yngstu) og ég veit ekki hvað.
Kristín Dýrfjörð, 17.7.2007 kl. 20:15
Sá nýlega að elstu börn væru tveimur gáfnavísitölustigum greindari en næstelstu - ekkert nefnt í því um þau yngstu!
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.7.2007 kl. 22:47
Við litlu börnin erum kannski bara svona "vitlaus" af því að mamma og pabbi gera allt fyrir okkur - sjóða karpöttlunar og það allt.
Ég hélt lengi að ég væri ættleidd. Er talsvert hærri en aðrar konur í minni ætt og reyndar líka sumir karlarnir. Enginn fattar húmorinn minn, nema kannski þá amma sáluga. Ólst upp í nágrenni við Klepp og systir mín sagði mér að alvöru mamma mín væri þar ... Gunna geggjaða eða eitthvað álíka
svarta, 18.7.2007 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.