Sjálfsdekur

Er enn að ástunda sjálfsdekur, vinkona mín segir mér að það nefnist hjá öðrum, að vera í sumarfríi. Í gær ákvað ég skreppa í Skeifu til mömmu. Tók slatta af myndum af mínum æskugarði. Garðurinn er rúmir 1200 fermetrar og allur í rækt. Hann er eins og vin, leyndur staður í miðri borg, með útsýni til allra átta. Niður á sundin blá, Esjan og fjallahringurinn, Bláfjöll og sjálfur Fossvogurinn sést heiman frá. Þar eru sitthvoru megin við húsið tvö falleg útivistarsvæði, leikssvæði okkar systkina. Annarsvegar Elliðaárdalurinn með ánni og hólmanum og hinumegin er Fossvogsdalurinn. Læt myndir úr garðinum fylgja með í albúmi hér við hlið.

 

Í garðinum tíndi ég upp í mig jarðaber úr jarðaberjareitnum og fékk svo guðdómlegar kartöflur með mér heim í soðið, beint undan grösunum.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: svarta

Kristín þú ert greinilega ekki yngst. Því ef þú værir yngst þá hefði mamma þín eldað fyrir þig kartöpplurnar. Það gerir mamma mín

svarta, 17.7.2007 kl. 15:53

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Því miður nýt ég ekki þeirra forréttinda - heil 3 yngri en ég og 2 eldri. Annars hefði mamma alveg boðið mér í mat - nema hún var með fisk og svoleiðis óæti fer ekki inn fyrir mínar varir.

Kristín Dýrfjörð, 17.7.2007 kl. 18:50

3 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Það er í góðu lagi að taka með sér hjól í strætó og halda áfram að dekra sig - annars á formaðurinn aukahjól sem hægt er að fá lánað í túrinn. Láttu bara vita - kanna málið! Bloggið okkar er hhk.blog.is

Mamma trítar mig með lærissneiðum með raspi og blómkálssúpu .... mmmmmm... næ sjálf aldrei sömu skorpunni á kjötið og mamma

Ég er líka yngst

Valgerður Halldórsdóttir, 17.7.2007 kl. 20:11

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Ég fer að hallast að því að yngstu börn séu dekurbörn -  þið vitið við sem erum annarstaðar í röðinni verðum sjálfstæðari, öruggari, gáfaðri (kannski ekki eins og þessi elstu en örugglega gáfaðri en þessi yngstu) og ég veit ekki hvað.  

Kristín Dýrfjörð, 17.7.2007 kl. 20:15

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sá nýlega að elstu börn væru tveimur gáfnavísitölustigum greindari en næstelstu - ekkert nefnt í því um þau yngstu!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.7.2007 kl. 22:47

6 Smámynd: svarta

Við litlu börnin erum kannski bara svona "vitlaus" af því að mamma og pabbi gera allt fyrir okkur - sjóða karpöttlunar og það allt.

Ég hélt lengi að ég væri ættleidd. Er talsvert hærri en aðrar konur í minni ætt og reyndar líka sumir karlarnir. Enginn fattar húmorinn minn, nema kannski þá amma sáluga. Ólst upp í nágrenni við Klepp og systir mín sagði mér að alvöru mamma mín væri þar ... Gunna geggjaða eða eitthvað álíka

svarta, 18.7.2007 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband