5.7.2007 | 13:17
Bakkus, bíll og börn fara engan veginn saman
Samkvæmt frétt RUV voru tvö stúkubörn með mönnunum í för - er fólk ekki í lagi? Tveir fullorðnir karlar með Bakkusi bíl og börn.
Væntanlega er viðkomandi barnaverndarnefnd látin vita, það á að hafa afleiðingar aðrar en að missa prófið að sýna svona algjöran dómgreindarskort.
En þar fyrir utan er svollítið hlægilegt að missa bílinn út í Ljótapoll.
Keyrði út í Ljótapoll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Leikskólakennari, fyrrum leikskólastjóri, lektor við Háskólann á Akureyri, áhugamanneskja um málefni tengd leikskólanum í sinni víðustu mynd. Blogg sem eru sérstaklega um faglega hlið leikskólastarfs er að finna á www.leikskolabanki.blog.is
Efni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
fyrirlestrar og ritgerðir
- Fyrirlestur um ytra mat Fluttur á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga 6. október 2008
- Fyrirlestur - Hvert barn er sinn eigin kór Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu Reykjavíkurborgar og RannUng þann 18. apríl 2008
- MA ritgerðin mín Hér má finna ritgerð mína um matsfræði
- (gömul) Rannsókn um viðhorf leikskólakennar til starfsins rannsókn sem gerð var fyrir um tæpum 15árum
- ritgerð um lýðræði og leikskólastefnur
- Leikskóli og trú - skýrsla
Frumkvöðlar
Umræða um leikskóla - mitt blogg
eldri blogg um leikskólamál,skýrslur og greinar
- Vald til breytinga
- Leikskólinn sumargjöf til barna
- leikskólinn fátækragildra kvenna
- Fjölbreytileiki og fjölmenning
- Hávaði í leikskólum
- Funaborg
- Kjarklaust fórnarlamb
- Fagrabrekka og Reggio
- dagur á Iðavelli
- listir og eðilsfræði í leikskólum
- skólaföt
- Skráning (dönsk)
- Leikskólinn pólitískur
- Hönnun leikskóla
- ógn þöggunar
- hræðslan og sjálfsmyndin
- kynjauppeldi?
- Arkitektúr og leikskólar
Sturlubarnið
- Valdagreining Sturlubarnsins
- Sturlubarnið KRingur
- Fyrsti dagurinn í leikskólanum
- Lj´somyndaáhug Sturlubarnsins og sitthvað fleira
- Sturlubarn í húsdýragarðinum
- Sturlubarnið sullar á Íngólfstorgi og skoðar bækur
- Sturla 1. árs
- Sturla, ferð á tjörn og Stöðlakot
- Heimsókn til ömmu og afa í Skeifu
- Að æfa sig á þroskabrautinni
Bloggvinir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Fríða Eyland
- Hörður Svavarsson
- Ingibjörg Margrét
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- Bergljót Hreinsdóttir
- Margrét Einarsdóttir Long
- Benedikt Sigurðarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Páll Helgi Hannesson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Arna Lára Jónsdóttir
- Björgvin Gunnarsson
- Hlekkur
- Þingmaður
- Ásgerður
- Þóra Guðmundsdóttir
- Steingrímur Ólafsson
- svarta
- Halla Rut
- Sigríður Jónsdóttir
- Gunnar Axel Axelsson
- Gísli Tryggvason
- SVB
- Arnar Ingvarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- cakedecoideas
- Dóra
- Elín Erna Steinarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Stella Jórunn A Levy
- Þórhildur og Kristín
Athugasemdir
Já, þetta er góður vinkill á málið með barnaverndarnefndina - en voru þetta stúkubörn? Foreldrarnir ættu kannski að ganga í stúku fremur en aka um hálendið. Og ef Húsvíkingar væru ekki búnir að eigna sér orðatiltækið ljótu hálfvitarnir held ég mætti segja að þetta hafi nú verið ...
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.7.2007 kl. 13:20
Já það heyrðist mér fréttaþulurinn í hádegisfréttum á RUV-inu segja. ´
En Húsvíkingar segja þetta væntanlega með svo skemmtilega norðlenskum hreim sem gefur setningunni aukna vigt, svo ég tek bara undir með hreim, þetta eru ljótu hálfvitarnir.
Kristín Dýrfjörð, 5.7.2007 kl. 13:28
Kannski svo hafi verið hált þarna þannig þetta geti verið "ljótu hálvitarnir"! Bendi þó á að sterkasti norðlenski hreimur sem ég heyri eru Sunnlendingar að herma eftir Norðlendingum. Einn og einn Húsvíkingur nær þó sama standard
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.7.2007 kl. 13:34
hheh og svo einstaka Dalvíkingur ekki satt, sem talar upp í lok setningar?
Kristín Dýrfjörð, 5.7.2007 kl. 13:46
Við góðtemplarar tökum ekki á móti hverjum sem er. Fyrir utan að vera virkjunarsinni, fyrrverandi framsóknarmaður og kristinn doktorsnemi þá er ég nefnilega líka fyrrverandi æðstitemplar. Ja ekki skánar það
Í bakgrunninn syngur dóttur mín: I can´t take goldfish for walks la la la
svarta, 5.7.2007 kl. 16:35
I can't take goldfish for walk - í Ljótapolli?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.7.2007 kl. 17:45
Bakkus bíll og börn fara ekki saman. En Bakkus, sprautur og börn er fín blanda. - A.m.k. á Njálsgötunni. -
Páll Lúðvík Einarsson (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 23:51
Sæll Páll, ég er búin að búa í miðborg Reykjavíkur í 25 ár, ég er allan þann tíma búin að búa í næsta nágrenni við Farsóttarhúsið í Þingholtstræti. Þar sem börnin mín upplifðu nábýli við Bakkus, en þau þurftu því miður ekkert svo langt til þess, Bakkus bróðir er nefnilega í fjölda íslenskra fjölskyldna, minni meðtalið.
En hluti af því að ala börn upp hér í miðbænum (sem við völdum) er að kenna þeim á umhverfið, við sem hér búum kennum þeim á bíla sem ekki virða hámarkshraða, við kennum þeim að fara ekki inn hjá ókunnugum, við fræðum þau um barnaperra og við kennum þeim á það sem finnst í moldinni og í blómabeðum, þ.m.t. sprautur. Það eru meira en 20 ár síðan ég átti slíka samræðu fyrst við syni mína. En ég átti hana og við ræddum þetta fram og til baka.
Systir mín sem býr í sómakæru úthverfi taldi sig ekki á sama tíma þurfa að ræða þessi mál við sín börn - hún bjó jú í Kópavoginum - en hvar skyldu sprautir hafa fundist - nema á skólalóðinni í þessu líka fína hverfi - Þar höfðu foreldrar ekki talið á þeim tíma ástæðu til að ræða þessi mál. Þau áttu nefnilega ekki heima í miðbænum.
Ég var leikskólastjóri í 10 ár - eitt af því sem er gert í mörgum leikskólum, bæði í betri og "verri" hverfum borgarinnar er að yfirfara lóðirnar á morgnana - m.a. til að leita af sprautum og öðru sem þar á ekki heima.
Í Bretlandi hafa menn nú áhyggjur af því að hafa vafið börn svo inn í bómull að þau beri ekki kennsl á hættur í umhverfinu, kunni ekki að meta hana. Þetta leiði til hluta af þeirri áhættuhegðunar sem nú er uppi. Ég veit ekki hvort það sama eigi við um okkur en að halda það að sprautur finnist bara nálægt heimilum útgangsfólks og heimilisleysinga er hættulegt sakleysi.
Ég held að ég hafi lesið einhverstaðar að í Sviss hafi yfirvöld boðið fíklum öruggum stað til að sprauta sig á og hreinar nálar - þetta hafi dregið mjög úr þessum fylgifiskum neyslunnar og úr lifrabólgutilfellum, sem ég las áðan í morgunblaðinu að hafi fjölgað umtalsvert á síðasta ári.
Kristín Dýrfjörð, 6.7.2007 kl. 00:15
Ef þessi lífsmáti er svona þroskandi fyrir borgarana og börn þeirra. Hvers vegna fjarlæga yfirvöldin ekki bláu ljósin úr salernunum í anddyri Sundhallar Reykjavíkur? Og líka bláu ljósin í salernumum í bílageymsluhúsinu við svonefnt Stjörnuport? Er ekki einfaldast og heiðalegast að leyfa þeim að sprauta sig á eigin "heimili".
Páll Lúðvík Einarsson (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 09:40
Sæll Páll og takk fyrir skrifin, ég hef ekki haldið því fram að þetta sé þroskandi fyrir börn eða borgara- ég alveg eins og allir hinir vildi helst ekki að einn einasta manneskja væri fíkill, og ég þyrfti aldrei að horfast í augu við afleiðingar hennar, en því miður fíknin er til staðar og fíklar eru það líka. Aðallega er það miður fíklana vegna og fjölskyldna þeirra. Ég sá í vetur bláu ljósin af salernum hér niður í Móðurástargarði út um gluggann hjá mér. Ég vissi ekki hvers vegna þau voru blá fyrr en mikið seinna. Og það sem ég kannski var líka að benda á að þó að fíklar af ýmsum ástæðum sæki í miðbæinn eru þeir víða og þeir ástunda fíkn sína víða. Að halda að maður sé safe af því að maður býr ekki í miðbænum er að mínum dómi eins og að stinga höfðinu í sand og það er hættulegt.
Best væri sjálfsagt ef fíklarnir gætu sprautað sig heima en því miður sennilega eru allmargir búnir að koma sér úr húsi eiga hvergi heima.
Ég er ekki stuðningskona neyslu en ég er stuðningskona samábyrgðar - Ég vil helst að allir þessir fíklar gangi í sín mál og gerist edrú, en því miður þá er það víst ekki svo einfalt að allir geri eins og ég vilji.
En heimili eða athvarf þar sem starfsfólk er til staðar, þar sem reynt er að skapa umgjörð um líf fólks er dálítið annað en anddyri Sundhallar eða almenningssalerni - en annars held ég að ég sé bara ekki alveg að fatta hvert þú ert að fara.
Kristín Dýrfjörð, 6.7.2007 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.