Ekki nóg að greina - verður að vera hægt að fylgja eftir

Ég fagna þessu frábæra framtaki sem er í takt við kosningarloforð Samfylkingarinnar. En samtímis hef ég ögn áhyggjur, það er nefnilega ekki til fjármunir eða mannskapur út í leikskólum og grunnskólum til þess að mæta auknum greiningum með aukinni sérkennslu. Fjölmargir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu hafa  undanfarin ár barist í bökkum við að halda út venjubundu starfi vegna manneklu. Ég bíð því spennt eftir að næsta loforð verði efnt af jafnmikilli reisn, það er að laga laun þeirra stétta sem vinna að umönnunar og kennslustörfum.  Þegar það mál er í höfn  - skal ég brosa allan hringinn og hoppa hæð mín í loft upp.

Það er nefnilega þessi endalausu mannskipti sem eru að fara með starf í flestum leikskólum. Sem koma í veg fyrir þróun starfsins og starfshátta. Einn leikskólastjóri sagði mér eitt sinn að hún kallaði þá sem kæmu svona inn í leikskóla og stoppuðu stutt við, nútíma farandverkamenn - þar er það ekki stál og hnífur heldur, kústur og pensill sem syngja þyrfti um.


mbl.is Teymi stofnuð til að vinna á biðlistum eftir greiningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Góð ábending. Já við verðum að trúa því að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að bættri þjónustu barna með sérþarfir.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.6.2007 kl. 15:10

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Ég alla vega trúi því - get ekki annað

Kristín Dýrfjörð, 26.6.2007 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband