Hraðafíkn = manndómsyfirlýsing

Kannski að umferðaráð og tryggingarfélögin ættu að fara að huga að því að taka upp nýjar aðferðir líka. Hvort hraðafíknin er einhver manndómsyfirlýsing veit ég ekki. Eða það að gefa það í skin virki á unga ökuþóra sem leggja sjálfa sig og umhverfið í hættu. En ég er næstum að verða þeirrar skoðunar að tilgangurinn helgi meðalið.  HEld annars að við þurfum að læra að slaka á þjóðin. Læra að njóta augnabliksins en ekki vera alltaf að flýta okkur að næsta augnabliki, næstu spyrnu, næsta...

Hvet svo alla til að ganga með starfsfólki spítalanna í dag.


mbl.is Forvarnarauglýsing fyrir neðan belti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er fín grein eftir Kolbrúnu Baldursdóttur um ökuleyfisaldur í einhverju blaðinu í dag. Þar er hún að fjalla um hvað það getur munað miklu að færa ökuleyfisaldurinn upp í 18 ár. Hún bendir á ýmis atriði sem vantar upp í þroska og hvað það munar miklu á ekki meira en einu ári á þessum tíma í lífi fólks. Hún bendir á að hversu mikla áherslu sem foreldrar leggi á varkárni þá nái það ekki eyrum allra og það hafi m.a. með þroska að gera. Rökin hennar eru sterk fyrir hækkur bílprófsaldurs, hún bendir m.a. á að með þessari aðgerð einni saman takist okkur að koma í veg fyrir fjölda slysa sem verður þar sem þessi aldurshópur er slysavaldurinn.  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 15:49

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég er að auglýsa síðu sem var sett upp 16 júní með slagorðinu "Hagur umferðar / taktu því rólega | hraðakstur er ekki þitt einkamál" slóðin á hana er http://easy.is og hún verður í framtíðinni partur af http://nullsyn.is ég vona að sem flestir taki þessu vel og skrifi nafn sitt undir.

Sævar Einarsson, 30.6.2007 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband