19.6.2007 | 12:22
Bera karlar meiri virðingu fyrir konum en konur gera?
Það er sjokkerandi að lesa þessa frétt, að við konur höfum meðtekið jafnréttis umræðuna á þann hátt að við tökum kynjamun sem óbreytanlegum sannleik, sem gildandi og réttan. Það eru jú skilaboðin sem við erum að senda. Að við teljum okkur og störf okkar í raun minna virði en karla. Það er líka áfall að karlar virði okkur minna en aðra karla en samt meira en kynsystur okkar gera. Er sú hugmyndafræði enn ríkjandi á meðal kvenna (og að einhverju leyti karla) að karlar eigi að vera góðir skaffarar? Er það svo að karlar hafa meðtekið umræðuna um jafnan rétt á meðan við erum stökk í gömlum sannindum, komumst ekki upp úr hjólförunum.
Hvað hefur brugðist?
Ég vona sannarlega að þessi könnun standist ekki aðferðafræðilega og allt það - þó ég eigi nú ekki von á að það sé raunin. - Því miður.
Bæði kynin reikna með því að konur sætti sig við lægri laun en karlar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Leikskólakennari, fyrrum leikskólastjóri, lektor við Háskólann á Akureyri, áhugamanneskja um málefni tengd leikskólanum í sinni víðustu mynd. Blogg sem eru sérstaklega um faglega hlið leikskólastarfs er að finna á www.leikskolabanki.blog.is
Efni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
fyrirlestrar og ritgerðir
- Fyrirlestur um ytra mat Fluttur á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga 6. október 2008
- Fyrirlestur - Hvert barn er sinn eigin kór Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu Reykjavíkurborgar og RannUng þann 18. apríl 2008
- MA ritgerðin mín Hér má finna ritgerð mína um matsfræði
- (gömul) Rannsókn um viðhorf leikskólakennar til starfsins rannsókn sem gerð var fyrir um tæpum 15árum
- ritgerð um lýðræði og leikskólastefnur
- Leikskóli og trú - skýrsla
Frumkvöðlar
Umræða um leikskóla - mitt blogg
eldri blogg um leikskólamál,skýrslur og greinar
- Vald til breytinga
- Leikskólinn sumargjöf til barna
- leikskólinn fátækragildra kvenna
- Fjölbreytileiki og fjölmenning
- Hávaði í leikskólum
- Funaborg
- Kjarklaust fórnarlamb
- Fagrabrekka og Reggio
- dagur á Iðavelli
- listir og eðilsfræði í leikskólum
- skólaföt
- Skráning (dönsk)
- Leikskólinn pólitískur
- Hönnun leikskóla
- ógn þöggunar
- hræðslan og sjálfsmyndin
- kynjauppeldi?
- Arkitektúr og leikskólar
Sturlubarnið
- Valdagreining Sturlubarnsins
- Sturlubarnið KRingur
- Fyrsti dagurinn í leikskólanum
- Lj´somyndaáhug Sturlubarnsins og sitthvað fleira
- Sturlubarn í húsdýragarðinum
- Sturlubarnið sullar á Íngólfstorgi og skoðar bækur
- Sturla 1. árs
- Sturla, ferð á tjörn og Stöðlakot
- Heimsókn til ömmu og afa í Skeifu
- Að æfa sig á þroskabrautinni
Bloggvinir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Fríða Eyland
- Hörður Svavarsson
- Ingibjörg Margrét
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- Bergljót Hreinsdóttir
- Margrét Einarsdóttir Long
- Benedikt Sigurðarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Páll Helgi Hannesson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Arna Lára Jónsdóttir
- Björgvin Gunnarsson
- Hlekkur
- Þingmaður
- Ásgerður
- Þóra Guðmundsdóttir
- Steingrímur Ólafsson
- svarta
- Halla Rut
- Sigríður Jónsdóttir
- Gunnar Axel Axelsson
- Gísli Tryggvason
- SVB
- Arnar Ingvarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- cakedecoideas
- Dóra
- Elín Erna Steinarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Stella Jórunn A Levy
- Þórhildur og Kristín
Athugasemdir
Skilaboðin eru víða t.a.m. frá forsætisráðherranum sjálfum - "Horror" hvernig gengið var framhjá konum í Sjálfstæðisflokknum þegar raðað var í ráðherrastóla. Því miður sýndu þær síðan ákvörðun hans mikinn "skilning" - svo maður noti nú aðferð Tíkinnar þá segji ég VOFFFF!
Valgerður Halldórsdóttir, 19.6.2007 kl. 13:00
Já en það er svo sorglegt að við skulum gegna og taka mark á þessum skilaboðum. Enda finnst mér að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og konurnar þar megi skammast sín. Vona sannarlega að konur líti til þess við næstu kosningar - að þessum flokki er ekki að treysta þegar að kjötkötlunum er komið.
Kristín Dýrfjörð, 19.6.2007 kl. 13:03
Sælar, ég vil taka það fram að ég er hlynntur jafnrétti kynjanna. Málið er að konur eru almennt ekki nógu ákveðnar þegar verið er að semja um laun.
Þegar ég t.d. er að biðja um laun á nýjum vinnustað eða að biðja um launahækkun, þá er ég ekkert smeikur við það og ég get sett mat á mína vinnu. Annað hvort fæ ég launin sem ég vil eða ég fer bara eitthvað annað.
Flest kvenfólk sem ég þekki er ekki eins öruggt með sig á þessu sviði og þeim finnst oft þær eiga ekkert skilið að fá meira. Ég veit ekki hvort að þetta er eðli kvenfólks eða hvort að þetta er orðinn vani. En jú kynin eru ólík.
Ég vil bara segja, berjist fyrir því sem þið eigið skilið. Ekki vera að bíða eftir að einhver annar geri þetta fyrir ykkur. Þið verðið að gera þetta sjálfar fyrir ykkur!!!!
Um leið og einstaklingar eru farnir að berjast fyrir sínu, þá um leið breytast hugsjónir almennings.Heimir (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 13:25
Sæll Heimir, Það getur vel verið að við konur eigum hluta af vandamálinu - að við séum ekki nógu ákveðnar - en þá er að velta fyrir sér hvers vegna? og getur það verið samfélaginu til heilla að þetta sé "okkar" mál - er þetta ekki og á að vera mál okkar allra?
Ég er leikskólakennari og einu sinni var ég í samninganefndum fyrir félag leikskólakennara, ég veit ekki hvort þessi rök duga hjá slíkum stéttum. Ef ég fæ ekki það sem ég vil, fer ég. Það er nefnilega ekkert annað að fara nema úr því starfi sem þú menntaðir þig til - starfinu sem þú hefur helgað líf þitt. Starfinu sem þér finnst hafa tilgang.
Viðhorfin í samfélaginu eru að þetta séu ekki jafn mikilsvirði störf og það að vinna í banka eða á kassa. Þannig erum við öll að tapa ef fólkið vill ekki vinna t.d. menntunar eða umönnunarstörf.
Ég hef aldrei beðið - ég er búin að vera að slást lengi - ég er stolt af starfinu mínu - bæði núverandi og fyrrverandi. En mér finnst þetta bara alls ekki vera mitt einkamál, mér finnst samfélagið okkar þurfa og eiga og skulda okkur öllum að huga að málefnum okkar allra.
En ég skal halda áfram að leggja mitt á vogarskálarnar.
Kristín Dýrfjörð, 19.6.2007 kl. 13:42
Vil bæta við því sjónarmiði að til eru karlar sem einfaldlega biðja um meira heldur en sanngjarnt - og virðast jafnvel fá slík laun. Kannski ætti að einkavæða skólana og heilbrigðiskerfið en þjóðnýta verktakabransann og bankana og þannig stuðla að launajafnrétti kynjanna. Kannski var það einkavæðing bankanna sem kom í veg fyrir ávinninginn af jafnréttisbaráttunni sem birtist í því að launamunurinn minnkar ekki.
Svo er þetta með væntingarnar: Í rannsókn Guðbjargar Vilhjálmsdóttur halda drengir að grunnskólakennsla sé lægra borguð en stúlkur halda - raða því lægra í samanburði við önnur störf en stúlkur gera. Giska má á að þar með vanmeti þeir launin fyrir starfið. Kannski halda þeir að samfélagið ætlist til þess að þeir hafi há laun. Annars segir nafni minn hjá Jafnréttisstofu að þeim körlum fjölgi sem hafi lægri laun en kvenkyns maki og segir að það valdi ekki skaða á karlmennsku þeirra! Gott ef satt er með skaðleysið gagnvart karlmennskunni - eða hvort það hreinlega kynni að vera mannbætandi að hafa fyrirvinnu
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 19.6.2007 kl. 17:01
Fyrst þegar ég varð var við að ónefnd eiginkona mín hefði brunað framúr mér í launum var ég dulítið uggandi. Mér fanst eins og eitthvert nátúrulögmál hefði verið brotið. Ég horfi allt öðru vísi á þessi mál í dag. Konan nýtur framsækni sinnar og metnaðar og gerir kröfur, en ég er slóði, vanrækti endurmenntun og sætti mig við það sem mér var boðið upp á. Ég er bara stoltur af frúnni og karlmennska mín er ekki meiddari en svo að ég sá ekkert athugavert við að hún ynni á meðan ég stundaði óáreittur háskólanám. Hún er líka að borga alls konar reikninga og ég hreyfi engum mótmælum við því...
Friðrik Þór Guðmundsson, 20.6.2007 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.