Börn - ballett - Reggio

 

 

skógarglugginn

Er búin að vera í Stokkhólmi undanfarna daga á Alþjóðlegum fundi Reggio Children, hér eru fulltrúar margra landa og mismunandi aðstæðna. Við höfum heyrt sögur frá þessu löndum og af þeim aðstæðum sem börn búa við. Það hreyfði mikið við mér í dag þegar ung Argentínsk stúlka fór að hágráta þegar við vorum að ræða aðstæður barna og ábyrgð samfélagsins. Hún grét vegna barnanna í heimalandi sínu - spurði hvers vegna hefur þetta þróast svona. Við gátum litlu svarað en vorum held ég flest í þeirri grúppu nokkuð viss um að til að breyta aðstæðum þyrftir að byrja á einni manneskju, einum skóla, einu þorpi, einu héraði og þá kannski... 

 

Fór í dag á ballettsýningu hjá Ítölskum dansflokki, Arteballetto, sem vann verkið upp í samræðu við börn í Reggio. Leikhúsið var fullt af sænskum leikskólabörnum sem lifðu sig sterkt inn í verkið, það gerðum við líka, þessi fullorðnu. áhrifamikil og sterk sýning.

 

Við betra tækifæri ætla ég að blogga meira af fundinum sem hefur verið afar áhugaverður. Læt fylgja með myndir frá heimsókn minni í leikskólann Skogen í Skarpsnäk. Þetta er að sjálfsögðu skóli sem vinnur í anda Reggio. Þetta var heillandi heimsókn sem veitti mér heimmikið. Verð að viðurkenna að þegar ég hef verið í svona heimsóknum langar mig mest af öllu inn á deild. Kannski það eigi fyrir mér að liggja fyrr en varir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband