Sóleyjastríðið - endurtekið efni hvert sumar

Er búin að skoða sumarblómamarkaðinn nokkuð vel, sennilega sá staður þessa daga sem maður hittir flesta – allir að koma görðunum í stand. Ég er að fara út, fyrst á fund með alþjóðlega Reggió-netinu í Stokkhólmi og svo í skólann og á ráðstefnu í London. Verð nú að viðurkenna að mér finnst næstum synd að fara að heiman á þessum árstíma, held að við þurfum langt, bjart sumar til að lifa af langa dimma vetur. En eins og sómakærum húsmæðrum í miðbænum hæfir verður garðurinn að vera "sjónhæfur" áður en ég fer. Hef nefnilega ekki trú á að Lilló nenni að stússast í sumarblómum, gamla sláturvélin sem hann rúllar á undan sér er hans aðaláhugaverk í garðinum.  

 

 

Blómaúrval gróðrarstöðvana breytist lítið milli ára, stjúpur og morgunfrúr standa alltaf fyrir sínu. Keypti slatta af báðum. Svo slapp með í kassann, meyjarblóm og fiðrildablóm og apablóm og ...  Treysti á að norðanáttin gangi niður um miðnættið, ætla þá út í garð og pota þessu ofan í mold. Svo fer ég með á leiðið hans Sturlu á morgun. Er annars með strengi á frekar óvenjulegum stöðum þessa daga, held að það hafi eitthvað með garðavinnu og árvisst sóleyjastríð mitt að gera.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Kristín, mín gamla skólasystir. Ég rakst á síðuna þín um daginn og ákvað að kvitta fyrir.  Við erum einmitt að spá í námsferð til Svíþjóðar næsta vor og höfum áhuga á Reggio skólum. Vona að þú bloggir um það þegar þú kemur heim :-)

Bestu kveðjur, Sigrún

Sigrún Þórsteins (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 10:23

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæl vertu vestan-norðanmey, skoða alla vega einn ef ekki tvo skóla á fimmtudag - vona sannarlega að ég nái að skrifa um það.  Var annars á fundi í gær með fulltrúum nokkurra skóla sem hafa áhuga á að stofna samtök leikskóla sem aðhyllast starf í anda Reggio Emilia. Höfum verið að hittast þetta fulltrúar 6-9 skóla undanfarin ár en ákváðum að taka þetta upp á formlegra plan í haust. Stefnum að stofnfundi áhugasamra þann 13. september n.k. Þangað verða allir velkomnir sem áhuga hafa á opnu, frjálsu, skapandi, rannsakandi og lýðræðislegu leikskólastarfi. Leikskólastarfi þar sem litið er á börn og fullorðna sem samverkamenn í rannsókn lífsins.

Kristín Dýrfjörð, 12.6.2007 kl. 11:15

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Ps. gleymdi að segja skemmtilegt að hitta þig hér í bloggheimi - við erum alveg til skammar þessi bekkur okkar - hittumst aldrei í raunheimi - og kunnum ekki að fagna - ekki einu sinnu 20 ára afmælinu. Kannski að bloggheimur hjálpi okkur að gera bragarbót fyrir 25 áraafmælið.

Kristín Dýrfjörð, 12.6.2007 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband