Viðunandi vinnuaðstæður!

Ég hjó sérstaklega eftir í gær þegar fjallað var um fréttir af Kárahnjúkum frá Portúgal að talsmaður Impregilo á Íslandi sagði aðstæður þar vera viðunandi- hann sagði ekki góðar, ekki frábærar, ekki alveg til fyrirmyndar, nei hann sagði viðunandi.

 

Hvað er viðunandi?  Á 6 áratugnum þóttu aðstæður á Breiðavík vera viðunandi, það þykir viðunandi að svona og svona margir eru á biðlistum, það þykir viðunandi að 80% séu t.d. almennt ánægðir með tiltekna þjónustu.  Viðunandi merkir í mínum huga eitthvað sem er ekki nógu gott en hægt að lifa við - er það þær kröfur sem Impregilo gerir fyrir hönd síns fólks, getur Landsvirkjun fyrir hönd íslensku þjóðarinnar fallist á að vinnuaðstæður séu bara viðunandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband