Dagur á Iđavelli

Hreint ótrúlega skemmtilegur dagur hjá mér í dag. Ég er svo heppin ađ hafa fengiđ ađ verja öllum deginum í leikskólanum Iđavelli á Akureyri. Var ţar međ fjarnemana mína og ţeir settu upp litla vísindasmiđju međ börnunum.

 

Eitt ţeirra verkefna sem mikla athygli vakti var "gjósandi eldfjall". "og svo sprakk ţađ, alla leiđ upp í loft upp í ljósiđ" sagđi Ingi og hló og hló. En valdi svo ađ fćra sig á öruggari stađ áđur en grćna eldgosiđ hófst aftur. Sćrún vildi vera viđstödd tilraunir međ eđlisţyngd og skráđi allt nákvćmlega hjá sér í litla bók.  Fyrir aftan hana sat háskólanemi og skráđi líka nákvćmlega .

 

Sćrún náđi í fjarstýringu og beindi henni ađ mér og setti mig í gang. Ég sagđi í gegn um op á pappakassa hvađ vćri helst í fréttum. Ţađ sem var helst í fréttum ţennan dag á Iđavelli var heimsókn leikskólakennaranema frá háskólanum á Akureyri.

 

"Hvort er ţyngra hestur eđa lamb?" spurđi annađ barn og lét ţau svo vega salt. Hvort skyldi hafa veriđ ţyngra? Hvađ gerist ef ég set rauđan lit saman viđ gulan? Spurđi Anna. "Sjáđu, sjáđu ţađ er hćgt ađ breyta nagla í segul" heyrđist einhverstađar.

 

Svona förum viđ ađ ţví ađ styrkja rannsóknaređli barna sagđi Arna Valsdóttir vin- og samstarfskona mín einu sinni og sannarlega hefur hún rétt fyrir sér. Takk fyrir börn og starfsfólk á Iđavelli. Ţiđ eruđ alltaf yndisleg.

 Á morgun á ég annan jafn skemmtilegan dag fyrir höndum - ég get vart beđiđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband