20.5.2007 | 21:59
Magga Pála flott í Kastljósinu
Það verður ekki af Möggu Pálu skafið hún starfar af ástríðu. Horfði á Kastljósið áðan og verð að viðurkenna að mér finnst persónan Magga Pála alltaf jafn áhugaverð og skemmtileg. Hvað svo sem mér finnst annars um hugmyndafræði hennar.
Ég sagði við Lilló áðan að það væri nú fyndið hvað við ættum þrátt fyrir allt margt sameiginlegt miðað við það hugmyndafræðilega gap sem á milli okkar er. Stundum notum við meira að segja sömu rökin og jafnvel svipaðar myndlíkingar en komust að mjög svo ólíkum niðurstöðum. Eitthvað var það sem hún sagði sem Lilló fattaði ekki alveg en ég sagði, "æi allir leikskólakennarar vita hvað hún er að tala um". Þrátt fyrir allan hugmyndafræðilegan mismun slær leikskólahjartað sterkt og skilur slátt annars slíks hjarta.
Lýsingar hennar á fyrstu dögum í starfi í leikskóla voru eins og talaðar úr mínu hjarta - lýsing hennar á þeirri gjöf sem það er sálinni að sjá barn gleðjast - sjá barn þroskast kölluðu fram sömu tilfinningar hjá mér og sennilega allmörgum leikskólakennurum. Og við brosum hringinn.
Ég veit að ef Magga Pála hugsar einhvertíma til mín (sem ég á nú ekkert sérstaklega von á) þá vonar hún sennilega að ég taki sönsum og sjái gildi hjallastefnunnar sem verður seint. Á sama hátt vona ég að hún sjái þá galla sem ég sé á henni, sem líka gerist seint. Sennilegast er að höldum áfram að vera sammála um að vera ósammála.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þar er ég sannarlega sammála þér, það skiptir miklu að hafa trú á því sem við erum að gera. Að hafa klára sýn - hvort sem hún er samfélagsleg eða uppeldisfræðileg. Ég held nú reyndar að sýn sem er nálægt miðju geti verið ágæt til síns brúks á stundum - stundum köllum við það að fara hinn gullna meðalveg.
Kristín Dýrfjörð, 20.5.2007 kl. 22:31
Missti af þessu viðtali - það eru svo margir að blogga um það að ég held að ég verði að drífa mig að horfa. Síjú
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.