Ráðstefna um þjóðfélagsmál

Börn vaða við Varmahlíð

 Á norðurleið í fallegu veðri á fimmtudag

 

Hef í morgun og gær hlustað á fjölda fróðlegra og skemmtilegra fyrirlestra um þjóðfélagsmál á Akureyri. Hér hafa verið flutt erindi um ýmis mál, meðal annars um fátækt barna sem verður að teljast svartur blettur á jafn ríku samfélagi og okkar. Fjallað hefur verið um líðan barna, tengsl morgunverðar við líðan og líkamsvitund, um brottfall úr framhaldskólum. Á það hefur verið bent að í flestum rannsóknum sem fjalla um aðstæður og líf barna er yfirleitt verið að gera það frá sjónarhorni samfélagsins og þá gjarnan byggt á ýmiskonar tölulegum upplýsingum. Það sem vantar er hins vegar er að skoða sjónarhorn barnanna sjálfra í meira mæli en nú er gert.

Sjálf flutti ég erindi um orðræðu Aðalnámskrár leikskóla og þróun hennar frá Uppeldisáætlun um leikskóla. Þar hefur margt haldið sér en annað tekið miklum breytingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meðan þú varst á ráðstefnu las ég lokaverkefni - svona er nú mannanna láni misskipt  Ég get ímyndað mér að þarna hafi margt fróðlegt komið fram. En mér finnst áhugavert að heyra að beina þurfi rannsóknum meira að röddum barnanna sjálfra. Væntanlega yrði það þá allavega að einhverju leyti tengt líðan þeirra í skólum. Það gæti ekki verið síður áhugavert að halda áfram uppúr og skoða sjónarhorn nemenda á öllum skólastigum. Hvernig upplifir rúmlega tvítugur háskólanemi sig í nýju umhverfi þar sem hann á að teljast fullorðinn og þar með vita t.d. allt um það hvernig á að læra, hvaða kröfur eru gerðar til hans/hennar o.s.frv. Og eftir nokkur ár verða nemendur væntanlega kringum 18 ára aldurinn þegar þeir koma inn í háskólanám. Hvernig á að mæta því? Margar áhugaverðar spurningar sem bíða svara. Svo varðandi erindið þitt: ég sé að ég þarf bara að biðja um einkaerindi um orðræðu námskrárinnar

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband