19.4.2007 | 18:53
Katla og börnin
Á fallegum vordögum eins og í dag, gnæfir eldstöð ein yfir byggð, eldstöð kennd við Kötlu. Á fallegu bæjarstæðinu kúrir byggðin út við sjó. Fólkið sem á heima þar veit að Katla getur hvenær sem er bylt sér úr djúpum næstum 100 ára dvala. Núna sefur hún værum Þyrnirósarsvefni. Fólkið sem stjórnar hefur meira að segja sett myndavél á Kötluna, veit að það þarf stöðugt að vera á vakt. Hún getur nefnilega verið soddan ólíkindatól.
En fólkið í fallega bænum veit líka að það þarf að vera undirbúið þess vegna var svo flott að sjá að björgunarsveitin Víkverji og foreldrafélag leikskólans Suður-Vík ætla að leiða saman hesta sína og vera með opið hús hjá björgunarsveitinni á Sumardaginn fyrsta. Degi barnanna. Þannig kynnast börnin nefnilega þessu húsi og því fólki sem kannski einn dag birtist á tröppunum heima og leyfir þeim að taka einn bangsa með. Daginn sem Katla rumskar eða jafnvel vaknar hún Katla þarf nefnilega engan kóngson, hún bara vaknar sjálf.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Leikskólakennari, fyrrum leikskólastjóri, lektor við Háskólann á Akureyri, áhugamanneskja um málefni tengd leikskólanum í sinni víðustu mynd. Blogg sem eru sérstaklega um faglega hlið leikskólastarfs er að finna á www.leikskolabanki.blog.is
Efni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
fyrirlestrar og ritgerðir
- Fyrirlestur um ytra mat Fluttur á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga 6. október 2008
- Fyrirlestur - Hvert barn er sinn eigin kór Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu Reykjavíkurborgar og RannUng þann 18. apríl 2008
- MA ritgerðin mín Hér má finna ritgerð mína um matsfræði
- (gömul) Rannsókn um viðhorf leikskólakennar til starfsins rannsókn sem gerð var fyrir um tæpum 15árum
- ritgerð um lýðræði og leikskólastefnur
- Leikskóli og trú - skýrsla
Frumkvöðlar
Umræða um leikskóla - mitt blogg
eldri blogg um leikskólamál,skýrslur og greinar
- Vald til breytinga
- Leikskólinn sumargjöf til barna
- leikskólinn fátækragildra kvenna
- Fjölbreytileiki og fjölmenning
- Hávaði í leikskólum
- Funaborg
- Kjarklaust fórnarlamb
- Fagrabrekka og Reggio
- dagur á Iðavelli
- listir og eðilsfræði í leikskólum
- skólaföt
- Skráning (dönsk)
- Leikskólinn pólitískur
- Hönnun leikskóla
- ógn þöggunar
- hræðslan og sjálfsmyndin
- kynjauppeldi?
- Arkitektúr og leikskólar
Sturlubarnið
- Valdagreining Sturlubarnsins
- Sturlubarnið KRingur
- Fyrsti dagurinn í leikskólanum
- Lj´somyndaáhug Sturlubarnsins og sitthvað fleira
- Sturlubarn í húsdýragarðinum
- Sturlubarnið sullar á Íngólfstorgi og skoðar bækur
- Sturla 1. árs
- Sturla, ferð á tjörn og Stöðlakot
- Heimsókn til ömmu og afa í Skeifu
- Að æfa sig á þroskabrautinni
Bloggvinir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Fríða Eyland
- Hörður Svavarsson
- Ingibjörg Margrét
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- Bergljót Hreinsdóttir
- Margrét Einarsdóttir Long
- Benedikt Sigurðarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Páll Helgi Hannesson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Arna Lára Jónsdóttir
- Björgvin Gunnarsson
- Hlekkur
- Þingmaður
- Ásgerður
- Þóra Guðmundsdóttir
- Steingrímur Ólafsson
- svarta
- Halla Rut
- Sigríður Jónsdóttir
- Gunnar Axel Axelsson
- Gísli Tryggvason
- SVB
- Arnar Ingvarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- cakedecoideas
- Dóra
- Elín Erna Steinarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Stella Jórunn A Levy
- Þórhildur og Kristín
Athugasemdir
Skemmtileg lesning - en Katla getur náttúrulega orðið allt annað en skemmtileg þegar hún loksins vaknar. Gott framtak hjá nágrönnum hennar að undirbúa börnin með akkúrat þessum hætti.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 20:03
Já finnst þér ekki, mér fannst þetta meira en virðingarvert - flott fólk sem gerir sér grein fyrir að það að undirbúa börnin skiptir miklu. Þetta kalla ég almannaforvarnir - sem byggja samt ekki á að hræða.
Kristín Dýrfjörð, 19.4.2007 kl. 20:20
Já þetta var góður dagur get ég sagt ykkur sem toppar það frábæra samstarf sem myndast hefur á milli leikskólans og björgunarsveitarinnar. Skemmtileg umfjöllum hjá ykkur og gaman að þið skulið fylgjast svona vel með. Kær kveðja úr návígi Kötlu Hjördís Rut
Hjördís Rut Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 20:44
Vona svo sannarlega að þið setjið myndir frá hátíðinni inn á vefinn ykkar -
Kristín Dýrfjörð, 19.4.2007 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.