11.4.2007 | 19:04
Eru klerkar að missa sig?
Mynd inn úr kirkjunni í klettinum í Helsinki
Ég er að hugsa um að segja mig úr þjóðkirkjunni, færa skráningu mína í fríkirkjuna. Hvílík hræsni af hálfu þjóðkirkjupresta að beita börnum í deilu sinni við fríkirkjuklerk. Þetta er fólk sem á að ræða við foreldra við skilnað sem eiga að hjálpa fólki að halda börnum utan við deilur sínar - þetta iðka þeir. Hverslags eiginlega eru svona prestar innrættir? Lærðu þeir aldrei neina siðfræði í guðfræðideildinni?
Ég legg til að öll systkin mín í Kópavogi sem flest hafa nýtt þjónustu kirkjunnar þar til að skíra og ferma, geri slíkt hið sama. Íhugi úrsögn. Ég hef hingað til haldið mig innan þjóðkirkjunnar en ef þetta eru skilaboð kirkjunnar til barna þá er nóg komið.
ps. Var að hlusta á fréttir á stöð 2 um Digranesklerk sem neitaði að ferma Fríkirkjubarn sem vildi fermast með skólafélögum.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 13.4.2007 kl. 01:21 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Leikskólakennari, fyrrum leikskólastjóri, lektor við Háskólann á Akureyri, áhugamanneskja um málefni tengd leikskólanum í sinni víðustu mynd. Blogg sem eru sérstaklega um faglega hlið leikskólastarfs er að finna á www.leikskolabanki.blog.is
Efni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
fyrirlestrar og ritgerðir
- Fyrirlestur um ytra mat Fluttur á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga 6. október 2008
- Fyrirlestur - Hvert barn er sinn eigin kór Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu Reykjavíkurborgar og RannUng þann 18. apríl 2008
- MA ritgerðin mín Hér má finna ritgerð mína um matsfræði
- (gömul) Rannsókn um viðhorf leikskólakennar til starfsins rannsókn sem gerð var fyrir um tæpum 15árum
- ritgerð um lýðræði og leikskólastefnur
- Leikskóli og trú - skýrsla
Frumkvöðlar
Umræða um leikskóla - mitt blogg
eldri blogg um leikskólamál,skýrslur og greinar
- Vald til breytinga
- Leikskólinn sumargjöf til barna
- leikskólinn fátækragildra kvenna
- Fjölbreytileiki og fjölmenning
- Hávaði í leikskólum
- Funaborg
- Kjarklaust fórnarlamb
- Fagrabrekka og Reggio
- dagur á Iðavelli
- listir og eðilsfræði í leikskólum
- skólaföt
- Skráning (dönsk)
- Leikskólinn pólitískur
- Hönnun leikskóla
- ógn þöggunar
- hræðslan og sjálfsmyndin
- kynjauppeldi?
- Arkitektúr og leikskólar
Sturlubarnið
- Valdagreining Sturlubarnsins
- Sturlubarnið KRingur
- Fyrsti dagurinn í leikskólanum
- Lj´somyndaáhug Sturlubarnsins og sitthvað fleira
- Sturlubarn í húsdýragarðinum
- Sturlubarnið sullar á Íngólfstorgi og skoðar bækur
- Sturla 1. árs
- Sturla, ferð á tjörn og Stöðlakot
- Heimsókn til ömmu og afa í Skeifu
- Að æfa sig á þroskabrautinni
Bloggvinir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Baldur Kristjánsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Fríða Eyland
- Hörður Svavarsson
- Ingibjörg Margrét
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Valgerður Halldórsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- Bergljót Hreinsdóttir
- Margrét Einarsdóttir Long
- Benedikt Sigurðarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Páll Helgi Hannesson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Arna Lára Jónsdóttir
- Björgvin Gunnarsson
- Hlekkur
- Þingmaður
- Ásgerður
- Þóra Guðmundsdóttir
- Steingrímur Ólafsson
- svarta
- Halla Rut
- Sigríður Jónsdóttir
- Gunnar Axel Axelsson
- Gísli Tryggvason
- SVB
- Arnar Ingvarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- cakedecoideas
- Dóra
- Elín Erna Steinarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Stella Jórunn A Levy
- Þórhildur og Kristín
Athugasemdir
Sæl Kristín.
Í ljósi þess að þú kallar okkur hræsnara, presta Digraneskirkju, er rétt að fram komi að við beittum aldrei þessu umrædda barni fyrir okkur gagnvart fríkirkjuprestinum. Barnið var einfaldlega ekki í Digranessókn og var bent á að tala við sóknarprestinn í Kársnesi varðandi fræðsluna. Einnig benti sr. Magnús móðurinni á að barnið ætti sjálfsagðan rétt á fræðslu í Fríkirkjunni þar sem hún er skráð.
Trúfrelsið virkar nefnilega bæði til þess að vera með í Þjóðkirkjunni og ekki. Við eigum rétt á því að velja okkur trúfélag (eða standa utan þeirra) og fá þjónustu þess trúfélags sem við skráum okkur í.
Það var lygi í fréttinni að við hefðum krafist þess að fjölskyldan skráði sig úr Fríkirkjunni til þess að barnið fengi fræðslu í Digraneskirkju. Það er einfaldlega ekki satt, - en við getum lítil áhrif haft á það hvernig Stöð 2 velur að skrumskæla sannleikann.
Gunnar Sigurjónsson (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 19:23
Já ég veit að þið (eða kollegi þinn) beittuð ekki barninu fyrir ykkur með þráðbeinum hætti, en er það samt ekki að beita barninu fyrir sig að vísa á annað prestakall og með því gera barninu ókleift að fermast með skólasystkinum? Er það almennt tíðkað ef börnin eru innan þjóðkirkjunnar? Ég vissi ekki til þess. Sem dæmi bý ég í Dómkirkjusókn en sonur minn fermdist í Hallgrísmkirkju með sínum skólasystkinum úr Austurbæjarskóla. Er framtíðin sú að þið viljið ekki framkvæma prestverk nema fyrir ykkar eigin sóknarbörn, skírið ekki, giftið eða jarðið? Ég hef líka þurft að jarða barn og þótti gott að geta leitað til prests sem ég þekkti. Þér að segja hefði mér verið nokk sama hvaða trúfélagi hann tilheyrði.
En svo við snúum okkur aftur að fréttinni þá get ég svo sem ekki dæmt um hvort að það var foreldrið sem laug - enda ekki vitni að samtali hennar við prest, en miðað við þann kala eða jafnvel andlegan hafís sem virðist vera í brjósti margra þjóðkirkjupresta í garð fríkirkjuprests (samanber kæruna til siðanefndar) trúi ég því að konan hafi sagt satt.
Ég get heldur ekki skilið hvernig Stöð 2 var að skrumskæla eitt eða annað - þetta var bein tilvintun, óbreytt í heimildamann sem kom fram undir nafni. Þú ert því að segja að móðirin hafi logið, ekki fréttastofan.
Kristín Dýrfjörð, 11.4.2007 kl. 20:51
Ég ætla mér ekki að elta ólar við þetta mál sérstaklega. Mér þykir afskaplega leitt hvernig það er fram sett en get lítið að gert.
Umrætt barn var í skóla þar sem algengt er að börn séu annaðhvort í Digranes- eða Kársnessókn. Að fylgja félögum sínum getur því bæði þýtt að fara til fræðslu til annarrar hvorrar kirkjunnar. sr. Magnús skyldaði barnið aldrei til að fara í Kársnessókn en benti aðeins góðfúslega á að þau byggju í þeirri sókn. Það gat líka verið styttra fyrir barnið að ganga til fræðslunnar þar sem allnokkur vegalengd er af Kársnesi í Digraneskirkju. Hér var enginn að skylda eða neyða neinn.
Hvað varðar trúfélagsaðild, þá geta menn skipt um hana eins oft og þeir vilja. t.d strax eftir fermingu ef því er að skipta.
Fríkirkjan veitir þessa þjónustu ekkert síður en þjóðkirkjan og ég er nokkuð viss um að ef við bentum ekki á það að þau eigi rétt á því að sækja hana, þá værum við sökuð um það að sjanhæja fermingarbörn annarra kirkna á forsendum þess að skólafélagarnir ætli að vera hjá okkur. Fríkirkjan heldur skráningarblöðum hiklaust að þeim sem til þeirra leita - það er ekkert óeðlilegt við það.
ekki heldur þó þjóðkirkjan geri slíkt hið sama.
Kæran til siðanefndar er formlegur farvegur okkar prestanna til að takast á við ágreiningsmál. Fæst slík mál rata í fjölmiðla. Fríkirkjupresturinn valdi það að fara með það í fjölmiðla. Ég ætla ekki að endurtaka ummæli hans í garð okkar prestanna hér sem misbauð okkur svo að við fundum tilefni til þess að þau væru tekin til umfjöllunar af siðanefnd.
Gunnar Sigurjónsson (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 22:55
athyglisvert að lesa þetta. Það sem stóð í e-mailum sem fóru milli prestsins og mömmunnar sýnir að henni var sagt að skrá sig í þjóðkirkjuna til þess að barnið fengi fræðslu hjá þeim... og auk þess stóð eitthvað mjög furðulegt um eitthvað "kaffiboð" þarsem átti að ræða um fermingarstelpuna og hennar stöðu sem "fríkirkjubarn". Svo segir mamman það sama og stendur í emailunum og þá er móðirin sökuð um lygi, eða? ég er ekki alveg að fatta þetta. Þetta mál er með ólíkindum og enn skrítnara að reynt sé að klóra í bakkann. Skammarlegt fyrir kirkjuna og verið að grafa undan henni innanfrá, sem er hið versta mál.
halkatla, 12.4.2007 kl. 20:40
Mér finnst bara verst að allt hljómar þetta eins og stríð um sálir - ég held nú að kirkjan geti stundum litið í eigin rann og fundið skýringar á því sem biskup kallar andstöðu gegn kristni - það er nefnilega líka að beita afslmunar að beita kirkjunni sem stofnun fyrir sig - eða jafnvel ríkiskirkjuforminu eins og stundum er gert.
"Átök um lífsskoðanir hafa verið áberandi hér á landi nú í vetur. Það er sem hin harða og kalda andstaða gegn kristninni sem einkenndi upphaf fyrri aldar sé gengin aftur í hatrömmum andtrúaráróðri. Hinn andlegi hafís guðleysisins lónar fyrir landi, og ískalda og vonarsnauða þoku stafar frá honum."
úr ræðu biskups á Páskadag sem finna má hér
Kristín Dýrfjörð, 12.4.2007 kl. 20:58
"Hinn andlegi hafís guðleysisins lónar fyrir landi" segir Herra Biskup Íslands. Mér finnst það gefa ranga mynd af þróun trúmála að gefa í skyn að Þjóðkirkjan svonefnda eigi undir högg að sækja frá hendi guðleysingja. Trúleysingjar eru ekki fjölmennur hópur hér á landi, þótt sumir þeirra séu háværir. Þeir eru ekki vandamál prestanna. Þúsundirnar eru ekki að leita í raðir trúleysingjanna, sem Þjóðkirkjuna svonefndu flýja. Helftin af því fólki er fólk sem kýs önnur trúfélög eða einfaldlega hafnar boðskap og túlkun Þjóðkirkjunnar svonefndu. Ef eitthvað er, þá er þróunin frekar til marks um aukna trúarvitund og krítískari pælingar en einhvern meintan hafís trúleysis. Herra Biskup Íslands notar trúleysingjana sem grýlu. Hann er aðeins hænufet frá því að kalla þá djöfullega. Það er auðvitað ómaklegt. Og sem fyrr segir villandi.
Friðrik Þór Guðmundsson, 13.4.2007 kl. 01:49
Það gat líka verið styttra fyrir barnið að ganga til fræðslunnar þar sem allnokkur vegalengd er af Kársnesi í Digraneskirkju. Hér var enginn að skylda eða neyða neinn.
Hafi barninu verið bent á aðra kirkju af umhyggju við það sjálft er þá ekki skrítið að benda því á að fara í Fríkirkjuna? ekki er það syttra.
þá værum við sökuð um það að sjanhæja fermingarbörn annarra kirkna á forsendum þess að skólafélagarnir ætli að vera hjá okkur.
Hverjir saka presta um að "sjanghæja" ? Eru það aðrir prestar sem sjá á eftir tíuþúsundköllunum sínum?
Ég hef lengi íhugað að segja mig úr þjóðkirkjunni en aðför þjóðkirkjupresta að sr. Hirti Magna nú hina síðustu daga hafa gert það að verkum að nú læt ég verða af því.
Þóra Guðmundsdóttir, 13.4.2007 kl. 22:04
Er ég umkringd fávísu fólki eða er ég sjálf svona fávís?Ef ég set þetta mál í annan búning, skýrir það vonandi minn skilning á málinu:Félög setja reglur um réttindi og skyldur og í flestum tilvikum eru greidd félagsgjöld.Segi félagsmaður sig úr félagi (t.d. VR) og gangi í annað (t.d. BHMR) sé ég ekki hvernig hann geti ætlast til og hvað þá fengið notið réttinda "gamla" félagsins. Verið gæti að gamla félagið byði góðar ferðir fyrir félagsmenn og vinur hans vildi endilega fá hann með sér. Fengi hann að ganga inní samkomulag stéttarfélags vinarins? ... sömu þjónustu? ... njóta félagsafsláttar á fargjaldi?Einhvern veginn held ég ekki. Prófum að taka út "prestur - kirkja - ferming". OK, ég er allavega búin að reyna :)Að mínu viti hliðstætt dæmi: Öryrki búsettur í Kópavogi fær ekki öryrkjaafslátt af þjónustu í Reykjavík (t.d Húsdýragarðinum). Óeðlilegt? Nei, Reykjavík hefur lagt fram allan kostnað við gerð þjónustunnar með útsvarsgreiðslum Reykjavíkurbúa.Langsótt? Nei, útskýring :)
Eygló Yngvadóttir (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 00:08
Ertu virkilega að setja þjóðkirkjuna á sama plan og stéttar- og íþróttarfélög? Ertu viss um að kirkjan viji vera á því plani - ef svo þá verður hún líka að fara að sömu leikreglum?, og það er ég nú ekki viss um að hún eða þeir sem þar stjórna vilji. Mátt ekki gleyma að kirkjan hefur líka ýmislegt fengið í ljósi þess að vera ríkiskirkja með sérstakan status í Stjórnarskrá. Svo má ekki gleyma því að börnin mín og þín eru skráð í það trúfélag (eða utan) sem þú eða ég tilheyrir án þess að ég eða þú séum spurð. Með þinni lógikk ætti auðvitað að afnema það - barátti mál hjá mörgum en martröð annarra.
Kirkjan hefur sjálf viljað vera til og þjónusta á breiðum grunni - gangvart öllum ekki bara sumum. Er m.a. hluti af rökum fyrir ríkiskirkjuforminu. Held það gangi ekki upp að hafa, halltu mér -slepptu mér stefnuna innan kirkjunnar.
Kristín Dýrfjörð, 16.4.2007 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.