Áskoranir og ævintýr - útinám barn í þéttbýli

Ráðstefna um útinám barna og náttúrlega leikvelli verður haldin í húsnæði menntavísindasviðs HÍ frá 31. maí til 2. júní. Á ráðstefnunni munu fjöldi innlendra og erlendra sérfræðinga um útinám og leikvelli halda erindi og vera með vinnustofur. Heimasíða um  m.a. fyrirlesara og dagskrá hefur verið sett upp.

Aðalhvatamaður að ráðstefnunni er George Hollanders sem hefur verið óþreytandi að halda málefninu á lofti og sett sig í samband við fólk um alla Evrópu. Ráðstefnan er einstakt tækifæri fyrir alla sem áhuga hafa á velferð barna og okkar allra til framtiðar að hittast og deila reynslu.

Ég hvet alla til að kynna sér heimasíðuna og huga að því að taka dagana frá.   

https://utinam.hi.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband