Mikil eftirspurn - lítið framboð. Fælum þessa fáu frá

því miður mátti búast við því að leikskólakennarar segðu upp hjá borginni. Það er erfitt og kannski alveg ástæðuslaust að láta bjóða sér upp á  aðferðafræði borgarinnar. Satt best að segja er ég mest hissa yfir að fleiri hafi ekki gert það sama. Það vill svo til að það er mun meiri eftirspurn eftir leikskólakennurum en framboð, það á líka við um næstu bæjarfélög. Þeir leikskólakennarar sem ákveða að senda inn uppsagnarbréf hafa því úr nógu að velja.

Ég græt hins vegar fyrir hönd barnanna í borginni. Þeirra missir verður mestur. Það er vont að sjá á eftir því fagfólki sem hefur leitt starfið (gegnum súrt og sætt, en aðallega súrt). Það er vont að sjá á eftir fagþekkingu og reynslu, það er vont að sjá á eftir stöðuleika (leikskólakennarar eru nefnilega minna líklegir til að skipta um starf og eða vera veikir).

Borg sem ætlar að kenna sig við fjölskyldugildi verður að huga að þeim sem eiga að standa undir þeim gildum með henni. Leikskólakennarar eru án efa í þeim hópi.


mbl.is Leikskólakennarar segja upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband