Stóra og Litla skrýmslið eru í uppáhaldi

Ég skrapp um daginn í Þjóðleikhúsið. Við Sturla skruppum á Stóra skrýmslið og Litla skrýmslið. Sýningin fór fram í leikfimishúsinu sem ég fór í bakæfingar sem barn og heitir núna Kúlan. Sýningin var einstaklega flott og vel upp sett. Ég var t.d. mjög hrifin af myndavarpanotkuninni.

 Sýningin höfðaði til barnanna sem gátu sum ekki stillt sig um að taka þátt í samræðum leikaranna. Amman sem t.d. hafði sagt 4. ára barninu að hann yrði að gæta þess að trufla ekki leikarana tilkynnti það öllum um leið og sýninginn hófst. Það eru meðmæli þegar að börnin átta sig ekki á mörkum sögunnar og upplifunar sinnar. Þannig var það á þessari sýningu, þau voru inn í sögunni. En það sem var líka gaman var að það var passað upp á að hafa nokkra fullorðins brandara og tilvísanir inn á milli, svo amman gæti skellt upp úr. Við Sturla skemmtum okkur svo að ég gæti alveg hugsað mér að fara aftur. Hann líka.

Svona oggu leikhús

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband