Skólasystur og samferðakonur

Árið 1992 kláraði ég framhaldsnám í stjórnun menntastofna. Ég var í hóp með öflugum konum, flestar starfandi leikskólastjórar. Veturinn reyndi mjög á okkur á mismunandi hátt. Hver okkar bar marga hatta. Við vorum mæður, eiginkonur, ömmur, vinkonur, stjórar í leyfi, við vorum eins ólíkar og við vorum margar. Við tókust á við mörg mismunandi verkefni þennan vetur, innan skóla og utan. Tókum þátt í sorgum og gleði. Við ákváðum að fara í námsferð til útlanda, Bandaríkin urðu fyrir valinu. Við lögðum á ráðin um fjáröflun, gáfum út bæklinga fyrir stjórnendur og seldum í næstum alla leikskóla landsins. Keyptum okkur dragtir og silkiblússur í henni Ameríku. Dragtirnar okkar voru eins litskrúðugar og vorið eins og útskriftarmyndin ber með sér. Við bundumst sterkum, sterkum böndum. 

Við ákváðum að þetta væru bönd sem við vildum ekki að trosnuðu og þessar skipulögðu konur skipulögðu morgunkaffi einu sinni í mánuði alla vetrarmánuði. Við skipulögðum líka skipulagið og því höfum við svo fylgt af samviskusemi í 20 ár. Ætli það séu ekki að vera 15 ár frá því að við sáum fram á að hópurinn okkar mundi nú halda saman í gegn um þykkt og þunnt. Þá skipulögðum við eiginmenn og elskhuga með í hópinn. Svona þrisvar á ári eru þeir með. Við förum í ferðir innan lands og utan (já meira að segja farið í fótboltaferð) með elskhugunum og svo höldum við okkar árshátíð. Nú draga elskhugarnir sig í hóp og hlægja hátt saman gera svo kröfur um að eiga hlutdeild í dagskránni. Kannski er það vegna þess að þeir skilja ekki að við skulum alltaf skipuleggja grill þegar úrstlitaleikir eru í meistaradeildinni og ekki tryggja neitt sjónvarp á staðnum.

Á tuttugu árum höfum við fylgst að í lífinu, tekið þátt í gleði og sorg. Orðið vitni að barnsfæðingum, nýjum hlutverkum, andlátum, veikindum, nýjum starfshlutverkum, eftirlaunum. Við deilum gleði og sorg. Við hlægjum mikið. 

En í hvert sinn sem við hittust eru samt leikskólamál það sem við ræðum mest. Við brennum nefnilega allar enn fyrir starfinu okkar. Við erum ekki alltaf sammála, stundum meira að segja mjög ósammála en það skiptir ekki máli. Það er nefnilega samræðan sem skiptir öllu. Að hlusta og vera hlustað á. Það eina sem ég hef áhyggjur að geti skákað leikskólamálum eru skorkortin þeirra í golfinu. Sýnist eins og fleiri og fleiri í hópnum sogist að grænum flötum og hvítum litlum kúlum. Samkeppnin er að harðna.

Í kvöld er vor árshátíð og ég hlakka til að hitta skólasystur mínar og elskhuganna þeirra. Þar verður kátt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband