5.1.2012 | 21:22
Leikskólinn, ég og frjálshyggjan
Ţađ er nokkuđ síđan ég leit hér inn. Hef veriđ upptekin viđ ađ klára ýmis verkefni, fyrir jól var ţađ ađ klára yfirferđ námsritgerđa, las mörg spennandi og skemmtileg verkefni eftir leikskólakennara framtíđarinnar. Síđan tók viđ lokapússning á tveimur greinum. Önnur er búin ađ fara í gegn um ritrýningarferli og var birt rétt fyrir áramót. Ţar er ég ađ gera tilraun til ađ greina áhrif nýfjrálshyggjunnar á íslenskt leikskólastarf. Nota til ţess erlent líkan og skođa kerfiđ frá ţví sjónarhorni. Ég kemst ađ ţeirri niđurstöđu ađ viđ (leikskólafólk) höfum veriđ á bullandi ferđ međ nýfrjálshyggjuna í aftursćtinu. Og ţađ skal viđurkennt ađ mér finnst ţađ ekki hafa veriđ góđur aftursćtisbílstjóri.
Einhverjum fannst greinin mín heldur dapurleg lýsing og ég hef veriđ spurđ hvort ekkert jákvćtt hafi gerst hjá/í málefnum leikskólans sl. tíu ár. Um ţađ fjallar greinin ekkert, enda er ég ekki ađ gera tilraun til ađ svara til um innra starf leikskóla, starfshćtti eđa uppeldisstrauma. Ţetta er fyrst og fremst úttekt á kerfinu eins og ţađ birtist mér af sjónarhóli nýfrjálshyggjunnar. Innan leikskólans hafa frábćrir hlutir átt sér stađ ţrátt fyrir ađ ţessu skólastigi hafi veriđ ţrengt ótćpilega. Um ţađ las ég međal annars í verkefnum leikskólakennara framtíđarinnar og veit af samrćđum mína viđ ađra leikskólakennara.
Hér áđan sagđist ég vera ađ vinna í annarri grein en hún fjallar einmitt um innra starf leikskóla. Hún er rétt ađ leggja af stađ í ferliđ og nú er bara ađ sjá til hvar hún endar.
Í haust birtist kafli eftir mig ţar sem ég velti fyrir mér hvort leikskólinn vćri sólkerfi, pláneta eđa viđ ţađ ađ falla inn í svarthol grunnskólafrćđanna. Hann er á netinu fyrir ţá sem áhuga hafa (fara bara á leitir.is). Í rýndi ég bók sem Jafnréttisstofa gaf út og fćrđi öllum leikskólum. Ég var ekkert yfir mig hrifin en var hrifin af hvernig leikskólinn Lundarsel á Akureyri vann međ bókina.
Ég var líka í ritstjórn hinnar nýju ađalnámskrár leikskóla. Skemmtilegt verkefni ţó auđvitađ "liti" námskráin ekki alveg eins út og ég og fleiri hefđum kosiđ )bćđi útlit og innihald). Bind vonir mínar viđ ađ sumt verđi lagađ eins og hćgt er ţegar hún verđur gefin út á pappír. Ég er líka búin ađ taka ţátt í mörgum ţjóđfundum um leikskólamál og á víst eftir ađ verđa á fleirum nú á nćstunni. Hélt svo nokkra fyrirlestra á ráđstefnum.
Eftir áramót hef ég svo veriđ ađ semja kennsluáćtlanir. Ein ţeirra er í nýjum og spennandi áfanga sem tengist hinum nýjum námskrám. Svo er ég ađ vinna í ţriđju greininni sem ég kannski klára einhvertíma í vor. Vona annars ađ áriđ verđi mér drjúgt í pćlingum um uppáhaldsviđfangsefni mitt, leikskólann.
Gleđilegt ár.
Kristín Dýrfjörđ. (2011). Áhrif nýfrjálshyggju á íslenskt leikskólastarf. Íslenska ţjóđfélagiđ. 2, bls. 47-67.
Kristín Dýrfjörđ. (2011). Í hvađa leikskóla varst ţú eiginlega? [frćđilegur ritdómur], Uppeldi og menntun , 2011, 20 (1),. 135-138
Kristín Dýrfjörđ. (2011). Er leikskólinn sólkerfi, reikistjarna eđa tungl? Eftirnýlenduvćđing leikskólahugmyndafrćđinnar. Í (ritstj.). Ása Guđný Ásgeirsdóttir, Helga Björnsdóttir og Helga Ólafsdóttir. Rannsóknir í félagsvísindum XII: Félags- og mannvísindadeild. Bls 381-388. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 21:44 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.