Að sitja upp á hól og horfa yfir

Ég sit upp á góðum hól með nokkur sett af gleraugum mér við hlið og horfi yfir vettvang leikskólans. Stundum set ég upp kynjagleraugun, stundum set ég upp frjálshyggjugleraugun, stundum er það gleraugun sem hjálpa mér að greina  hina félagslegu orðræðu sem ég set upp. Yfirleitt reyni ég að nýta lýðrræðisgleraugun, helst að sitja á hólnum þar sem jarðvegurinn er gegnsýrður lýðræði. Stundum finnst mér þessi seta erfið og ég sé ekki alveg það sem er fyrir framan mig. Jafnvel þó gleraugun séu með ágætan styrk. Stundum blasa hlutir við og ég skil ekki af hverju allir aðrir sjá þá ekki. Svo er þetta með blindu blettina. Þeir eru auðvitað vandamál, jafnvel þó ég reyni að snúa mér í allar áttir og ná sem mestu inn í sjónarsviðið. Það verða alltaf blindir blettir, þverstæður sem þarf að takast á við. Það er líka ákveðin hætta sem fylgir svona hólasetu, meðal annars hætta sem byggir á að horfa í allar áttir með endalaust ný gleraugu og ná ekki fókus. Stundum þegar mér líður akkúrat þannig, þá er verður mér hugsað til Kjarval sem sagðist gjarnan mála sama mótívið aftur og aftur, í mismunandi veðri eða frá öðru sjónarhorni. Auðvitað felst galdurinn í að horfa og hugsa, endurhugsa og skilgreina og stundum að færa sig á nýjan hól.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband