Ţvörusleikir

Ţá er komiđ ađ fjórđa sveininum honum Ţvörusleiki. Hann er sérlega elskur ađ allskonar sleifum, hvort sem ţćr eru notađar í bakstur eđa matargerđ. Í fyrra fréttist ađ hann velti fyrir sér ađ keppa í 100 metra hlaupi á ólympíuleikum jólasveina (bođhlaup er hans grein). Hann er sannfćrđur um ađ hann hlaupi jólasveina hrađast en hann er líka góđur í fleiru er bćđi hrađlyginn og fljúgandi mćlskur.

Ţar sem ţađ er bísna langt í nćstu ólympíuleikuleika hefur hann hugsađ sér ađ reyna sig viđ annarskonar íţróttir. Ţrćtubókalist er gömul og virt íţróttagrein í tröllaheimi sem á vel viđ hann Ţvörusleiki. Ţessi forna list hefur reyndar smitast inn í mannheim og Ţvörusleikir veit fyrir víst ađ af nćgu er ađ taka. Hann er t.d. mikiđ ađ velta fyrir sér umsókn um stöđu í Háskólanum (hann var líka ađ pćla í Alţingi en fílađi ekki alţingsimenn, "svooo hugmyndasnauđir, rćđa ţađ sama og í fyrra og hittifyrra og").

Ţvörusleikir hefur sér til tröllslegrar gleđi komist ađ ţví ađ í háskólanum er ţrćtubókalistinn ofar öllum öđrum listum. Og sá sem er bestur í ađ vega mann og annan međ orđum er sá sem heldur lengst út.  Ţvörusleikir skortir ekki seiglu, er ţrautseigari en flestir og nokkuđ öruggur um getu sína í háskólaumhverfinu. Hann hefur ţađ sem til ţarf, bara ţađ hvađ hann hefur hćtt sér nálćgt Grýlu og pottum hennar í áranna rás er til marks um ţađ. Vitandi hvađ henni er annt um sleifarnar en stela ţeim samt er til marks um bćđi fíldirfsku og ţraustseigju. Upp í Háskóla veltir sumt andans fólk fyrir sér hvort Ţvörusleikir hafi ratađ snemma til byggđa í ár og notađ sínar löngu sleifar til ađ ýta á sent takka hjá merkasta háskólafólki. Finnst ţađ líklegasta skýringin á ţrćtum og ţvćlum jafnvel vćlum sem birtist á vefmiđlum landsmanna. Haft er fyrir satt ađ sumar deildir fagni mjög áhuga Ţvörusleikis á međan ađrar hamra ađ háskólinn sé ađ falla jólasveinum í hendur.  

Sá fjórđi, Ţvörusleikir,
var fjarskalega mjór.
Og ósköp varđ hann glađur,
ţegar eldabuskan fór.

Ţá ţaut hann eins og elding
og ţvöruna greip,
og hélt međ báđum höndum,
ţví hún var stundum sleip.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband