Haustverk, skólar og aðlögun

Í dag er fólk á öllum skólastigum að mæta í fyrsta sinn á þessu hausti í skólann sinn. Heimilin eru að búa sig undir haust og vetur. Skólarnir undirbúa vetrarstarfið. Nú eru fjöldi barna í aðlögun í leikskólum. Meðfylgjandi gleðiblandinn kvíði hjá bæði börnum og foreldrum.

Fjöldi leikskóla fer þá leið að börnin byrja í hópum með foreldrum og eru lungað úr deginum í leikskólanum frá fyrsta degi, aðrir fara eldri leiðir þar sem, börnin eru smá stund fyrst og svo smá lengist viðveran. Hvort heldur sem er, skiptir máli að börn og fjölskyldur upplifi traust og gleði.

Að verkfalli hafi verið afstýrt með ásættanlegum málalokum fyrir leikskólakennara hefur gríðarmikil áhrif á starfsandann innan leiksskólans. Það er von mín að þar ríki friður og faglegur metnaður fái tækifæri til að þróast. Næstu verkefni leikskólakennara eru að skoða og móta starfið eftir nýrri Aðalnámskrá leikskóla sem kom út nú í sumar. Það eru næg og spennandi verkefni framundan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband