25.6.2007 | 02:13
Guð sé lof nú má maður dást opinberlega
Ég hef í laumi dáðst af Thierry Henry, en það hefur verið algjörlega í laumi, nú get ég það opinberlega. Hér á þessu heimili halda nefnilega allir með Tottenham, og fyrir þá sem ekki vita eru Arsenal þeirra svörnustu andstæðingar. Það þarf einhverja djúpsálarfræðilegar skýringar til að skilja af hverju þessi óvild stafar (kannski það sé vegna þarfarinnar til að hafa alltaf einhvern hinn til að vera saman á móti). Allt Arsenalískt er því bannfært og að dást að einhverju þar flokkast undir vanhelgun.
Nema nú er kappinn kominn í hitt liðið sem hefur verið vinsælt á heimilinu í mörg, mörg ár og ég meira segja verið svo fræg að komast á völlinn þeirra. Verst að það var enginn leikur, stolt barselónísk samstarfskona mín vildi endilega að við kæmum þar við, fyrir nokkrum árum, vildi að við litum völlinn augum og svo fékk ég að vita allt um hinar sósíalísku hefðir liðsins. En það er önnur saga. Annað sem er vont er er að mínir menn eru líka KRingar og mér skilst að það sé ekki þjáningarlaust þessa daga. Er bara búin að vera í burtu og hef ekki þurft að hlusta á grátstafina.
![]() |
Henry mættur til Barcelona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.6.2007 | 01:57
Leikskólinn - staður pólitískra breytinga
Verkfæri og efniviður aðgengilegur börnum,
bíður upp á að litlir hópar vinni saman
samskipti og traust
Var að lesa nýútgefna skýrslu þar sem fjallað er um leikskólann sem hluta af hinu pólitíska umhverfi, og hvernig leikskólinn getur í raun verið hluti af því að ala börn upp til lýðræðis. Ekki bara í orði heldur líka á borði. Bent er á að lýðræði sé besta vörnin gegn alhæfingum, hvort sem heldur er hjá yfirvöldum sem annarstaðar. Í skýrslunni sem er skrifuð af Peter Moss, prófessor við Institute of Education, University of London, er m.a. fjallað um hinar norrænu leikskólanámskrár og þá áherslu sem þar er lögð á lýðræði. Íslenska Aðalnámskrá leikskóla er meðal þess sem Moss bendir á og vitnar til. Moss leggur til að leikskólar þróist og verði mögulegir staðir nýrrar þekkingar en geti jafnfram verið staðir þar sem gömul þekking er varðveitt. Að þeir séu í raun staðir breytinga.
Sem hluta af lýðræðislegum leikskóla sér Moss fyrir sér að þar vinni kjörnir fulltrúar foreldra og starfsfólk saman að málefnum leiksólans, að þar ríki sá andi að rökræður og skoðanaskipti séu velkomin og æskileg. (Meira en hægt er að segja t.d. um leikskólann sem ég bloggaði um 1. maí þar sem samtöl um pólitík og stéttarfélagsmál voru óæskileg, á þann hátt að starfsfólk upplifði bann).
Ein undirstaða þess að leikskóli geti talið sig lýðræðislegan að mati Moss er að litið sé á barnið sem hæfan borgara, sem er sérfræðingur í eigin lífi, sem hefur skoðanir sem vert er að hlusta á, sem hefur rétt og er veitt hæfni til þess að taka þátt í sameiginlegri ákvarðanatöku. Hann bendir á 7 tilskipun SÞ, þar sem bent er á að barnið búi yfir mörgum mismunandi tungumálum sem það notar til að koma skoðunum sínum og tilfinningum á framfæri , löngu áður en það getur tjáð sig með því sem okkur er tamast þ.e. sjálfu móðurmálinu, en til að skilja barnið kalli það á þeir sem vinna með börn að læri að skilja öll þessi fjölbreyttu mál.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2007 | 16:00
Fyrir allra augum!
Sit í IOE, í London og hlusta á fyrirlestra um netið, blogg og fjarkennslu. Fannst viðeigandi að nota tækifærið og blogga. Hér er fallegt veður, gengur á með skúrum, þó svo ég finni minnst fyrir því lokuð inn í háskólanum. Er búin að flytja minn eigin fyrirlestur um "það sem falið er fyrir augum allra", titilinn endaði sem "Hidden in plain sight" og fjallar um stýrandi sannindi hinnar íslensku aðalnámskrár um leikskóla. Nú byrjar fyrirlesturinn sem ég er búin að bíða eftir. Skólasystir mín frá Filippseyjum er að byrja.
21.6.2007 | 14:29
Að setja puttaplástur á svöðusár
En eina ferðina á að meðhöndla einkenni en skoða ekki orsakir. Setja sig í hlutverk þess sem valdið og vitið hefur. Fara með málefni frumbyggja eins og smábarna. Meira að segja hafa SÞ sett fram tilskipun um að meira samráð skuli haft við börn í veröldinni er stjórnvöld í Ástralíu virðast hafa við eigin frumbyggja. Mér er enn afar hugstæð mynd sem sýnd var s.l. vetur um munaðarleysingahæli og sundrun fjölskyldna á meðal frumbyggja í sjónvarpinu. Lærdómsrík og sterk mynd.
Auðvitað er hræðilegt að börn og heilu fjölskyldur skuli lifa við ofbeldi og að jafnvel margar kynslóðir hafi verið sviptar rétti sínum til æsku og mannsæmandi lífs. En eru þetta aðferðir sem eiga eftir að skila samfélaginu einhverjum mannbótum - það efa ég. Sennilegra er að bannið leiði til enn meiri hörmunga.
![]() |
Áfengi og klám bannað á svæðum ástralskra frumbyggja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2007 | 11:30
Alvarlegar en ekki óvæntar fréttir
Þetta eru alvarlegar fréttir þó vissulega komi þær ekki á óvart. Þúsaldarmarkmiðin voru frá upphafi metnaðarfull og vissulega að einhverju leyti möguleg. En því miður hafa börn og menntun þeirra ekki verið forgangsmál í hinum stóra heimi. Það er líka alvarlegt að af þeim börnum sem þó ganga í skóla eru mun færri stúlkur en drengir. Af því hafa menn mikla áhyggjur, sérstaklega vegna þess að sýnt hefur verið fram á að menntun kvenna og stúlkna skilar meira til barna og þ.a.l. til samfélagins í heild en menntun drengja (sorry strákar). Þættir eins og mikilvægi móðurmjólkur fram yfir formúlu er eitt, stuðningur við menntun allra barna í fjölskyldum er annað sem er líklegrar til að ganga vel ef tilboð um menntun er sérstaklega beint að stúlkum.
Okkur ber skylda sem eins af ríkustu samfélögum heims að leggja okkar að mörkum til menntunar barna, til þess að tryggja lýðræði og þar með lífvænlegan heim fyrir okkur öll.
Hvet reyndar líka til að fólk lesi skýrslu utanríkisráðuneytisins um mannréttindamál
![]() |
Þúsaldarmarkmið um menntun fyrir öll börn næst ekki að óbreyttu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2007 | 17:36
Af hverju er álit siðanefndar og rökstuðningur ekki birtur?
Það er erfitt að mynda sér skoðun á dómnum nema að sjá hann, legg til að Mogginn birti hann eins og réttarfars dóma. Þá fyrst getum við farið að hafa skoðun. Hélt ég fyndi hann á Press.is, þar fann ég hinsvegar athyglisverða dóm í málefnum franskra blaðamanna gegn franska ríkinu. Hér má finna umfjöllun um þann dóm.
En þar segir m.a.
Í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins segir m.a. að inngrip í tjáningafrelsið geti verið hættuleg vegna þeirra kælingaráhrifa sem slík inngrip geti haft á það hvort fólk nýtir sér þetta frelsi.
og þetta
The court went on to urge France "to take the greatest care in assessing the need to punish journalists for using information obtained through a breach of ... professional confidentiality when those journalists were contributing to a public debate of such importance and were thereby playing their role as 'watchdogs' of democracy."
Ps. Það má vera að ég sé á sprengjusvæði en mér finnast rök Þórhalls sannfærandi og það sem ég sé í hans greinargerð af dómum ekki eins sannfærandi.
![]() |
Kastljós mótmælir harðlega niðurstöðum og vinnubrögðum Siðanefndar BÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 16:02
Gott framtak
![]() |
Samfylkingin í Reykjavík skipar talsmenn í einstökum málaflokkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |