Bisí vika

Ég er ekki í bloggfrí eins og mér virðist vinsælt að tilkynna, ég er bara búin að vera bisí þessa vikuna, svona leit vikan mín út:

Mánudagur, ákvað að hafa míni vísindasmiðju á sameiningalegum starfsdegi fjögurra leikskóla  (80 manns frá Klömbrum, Rauðhól, Brákaborg og Garðaborg) í Reykjavík, legg hana út frá hugmyndum um leikskóla sem verkstæði, um að slíkir skólar styðji við gagnrýna hugsun, skapandi starf og lýðræði. Ætlaði upphaflega að vera með fyrirlestur í máli og myndum, hafði sagt nei við að vera með vísindasmiðju, m.a. vegn stærðar hópsins, en skipti sem sagt um skoðun. Æskilegur hluti af míní vísindasmiðju er að hafa ljósaborð, eitt dugar ekki, svo ég lagðist í skoðunarferð og fann efni sem hægt væri að nýta til að smíða slíkan grip. Það þýddi að ég keyrði Reykjavík endilanga og líka inn í Hafnarfjörð. Þegar ég taldi mig hafa fundið það sem til þurfti, skrapp ég til pabba, rafvirkjameistarans og spurði hvort hann væri ekki til í að smíða sex stykki fyrir mig fyrir föstudag. Hann skoðaði þetta og sagði svo ekkert mál.  En þá þurfi víst að bæta ýmsu smálegu við svo gripurinn stæðist skoðun hvaða rafmagnseftirlits sem er.  

Þriðjudagur, kenna í Hafnarfirði, kaupa það sem uppá vantaði fyrir ljósaborðin, skreppa á kaffihús. huga að fyrirlestrum, skipuleggja efnivið vísindasmiðjunnar.

Miðvikudagur, flug á Akureyri klukkan 7.45 Morgunkaffi með vinnufélögum, skreppa í listgreinastofuna og fara í gegn um alla mína vísindasmiðjukassa. kenna, skreppa aftur  í listgreinastofu, brautarfundur, aftur í listgreinastofu og svo heim með flugi klukkan 19. Heima beið eiginmaður, sonur, tengdadóttir og auðvitað litli mann sonarsonurinn sem er orðin 3ja vikna.  Þegar þau fóru, huga aftur að erindinu fyrir daginn í dag.   

Fimmtudagur, fór í morgun með kassa til pabba, skrapp í IKEA til að kaupa flokkunarkassa fyrir vísindasmiðjuna. heim í hádeginu, kláraði fyrirlesturinn, rauk upp í KHÍ og hlustaði á setninguna, hugleiðing Vilborgar Dagbjartsdóttur stóð upp úr, Ingólfur var líka fínn að venju og fjallaði um mál sem er okkur flestum í leikskólanum hugleikið, nefnilega umhyggjuna. Er hún meðfædd eða lærð, hann segir lærð. Ég flutti minn fyrirlestur, miklar umræður sköpuðust. Þurfti að rjúka um leið og hann var búin til að fara með Lilló  á forsýningu á Breiðavíkur heimildarmyndinni en hann var að vinna að rannsóknum fyrir hana. Fórum svo til pabba og mömmu og náðum í öll ljósaborðin, ótrúlega flott hjá honum, enda nokkra tíma vinna og maus á bak við hvert þeirra. Heim, ég að skipuleggja allar vinnustöðvar morgundagsins í vinnusmiðjunni, þær verða 15. Skipulagði alla kassana og troðfyllti bílinn.

Föstudagur, mæta með allt í salinn í miðbæjarskólanum klukkan 9. svo tekur við dagskrár til 19...

Skrifa kannski um hana á morgun, kannski meira að segja set ég inn myndir. 


Útileikur - Ráðstefna í Stokkhólmi

Ráðstefna í Reggio Emilia Institutet í Stokkhólmi

29. - 30. nóvember 2007.

Yfirskrift ráðstefnunnar er
UTOMHUS.
Att tillbringa mycket tid utomhus på förskolan är en nordisk tradition, men använder vi oss av uterummets alla möjligheter? Kontakten med Reggio Emilia har givit upphov till att tänka mer medvetet kring hur inomhusmiljön kan användas, men hur tar vi med de tankarna ut? Två dagar om kultemötet mellan Reggio Emilias förskolors kunskapssyn och vår nordiska utomhustradition på förskolan - föreläsningar, exempel och kommentarer.
Plats: Lärarhögskolan i Stockholm, Rålambsvägen 34 b, Husénsalen
Kostnad: 2,850 sek
Anmälan: Reggio Emilia Institutet info@reggioemilia.se
Postadress: Box 34203, 100 26 Stockholm
29. nóvember 2007
8:30 - 9:15 Kaffe och inregistrering
9:15 - 9:45 Inledning. Birgitta Kennedy, ordförande för Reggio Emilia Institutet och pedagogista på förskolan Trollet i Kalmar, tillsammans með Astrid Waleij, konferensens koordinator.
9:45 - 11:45 Barn mellan kreativitet och natur. Stefano Sturloni, ateljerista på förskolan Allend Reggio Emilia, föreläser om sitt arbete på förskolan. Allende, där man använt sig myncket av uterummet semt av naturmatrerial i ateljén på förskolan. verður túlka á sænsku.
11:45 - 13:00 Lunch
13:00 - 14:00 Barn mellan krativitet och natur. Stefano Sturloni fortsätter
14:00 - 14:30 Kaffe
14:30 16:00 Varför ska man vara ute? Patrik Grahn professor vid SLU Sveriges Lantbruksuniversitet i Alnarp,
16:00 Avslutning
30. nóvember 2007
9:00 - 10:15 Barns dialog med naturen. Gunilla Dahlberg professor við pedagogik vid Lärarhögskolan i stockholm.
10:15 - 10:45 Kaffe
10:45 - 11:45 Utetoger - en plats för möten och meningsfyllda utmaningar. Marina Sjögren från förskolan Trollet í Kalmar.
11:45 - 13:00 Lunch
13:00 - 16:00 Naturfragment i Dialog. Vea Vecchi, ateljerista og konsult för RE Children, kommenterar sina erfarenheter av nordiskt förskolearbeta utomhus och ger exempel på arbete utomhus i RE Verður túlkað á sænsku.

Alveg ótrúleg atkvæðagreiðsla

Bendi fólki svo á að lesa umræðuna sem um þetta hefur skapast á vef Svans Sigurbjörnssonar, læknis. Þar má meðal annars lesa ræðu Guðfinnu og ályktunina sjálfa.


mbl.is Harma afstöðu Guðfinnu Bjarnadóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjartanlega til hamingju

það er mikið verk sem framundan er, að treysta starfsgrundvöll bæði grunn- og leikskólans. Með samhentu átaki allra sem eru í hinum nýja meirihluta verður maður að trúa að það takist. Ég óska Oddnýju gæfu og góðs gengis í nýjum og mikilvægum störfum.


mbl.is Oddný Sturludóttir formaður menntamála í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækniömmur og afar

Ég viðurkenni að ég er svolítið veik fyrir nýrri tækni. Stundum er not fyrir þessa tækni stundum ekki. En áðan uppgvötaði ég ný not fyrir skypið. Sonurinn er með myndavél á sínu skypi og Lilló líka og þeir voru að tala saman. En hjá syninum var lítil tveggja ára dama í heimsókn. Lilló spilaði fyrir hana nokkur barnalög í gegn um tölvuna og söng með. Ég sé í anda þegar litli ömmu/afadrengurinn verður aðeins eldri að við lesum kvöldsöguna og spilum vögguvísur í gegn um skypið. Þannig getum við verið hvar sem er í heiminum og alltaf í sambandi.

Reyndar höfum við hafst svona samband við fjölskylduna í Seattle í mörg ár. Sonja sýnir okkur skólaverkefni, dýrin sín og vinir hennar mæta stundum og tala við okkur, þær eiga til að ræða lengi við Lilló um síðasta fótboltaleik. Spencer er ekki eins mikið fyrir svona gagnvirkt samband í tölvunni en lætur sig hafa að segja nafnið mitt ef ég þráspyr hann. This is- segi ég,  this is segir hann og svo kemur, this is KRIstin.


Ver ekki framsókn, en er að velta einu fyrir mér...

Ég er seinust kvenna til að verja framsóknarmenn, og bloggði hér í vor um hvort tengsl  Árni MAgg og GeysirGreen.  Reyndar þá um áhyggjur af einkavæðingaráformum varðandi Landsvirkjun.

En ég er samt að velta einu fyrir mér, ef það er rétt að Björn Ingi hafi haft að sem aðalmarkmið að gæta að hagsmunum fjarmálamanna innan framsóknar, (sem við erum flest sammála um að hafi skammtað sér vel í gegn um árin), eins og mogginn og "ungu, saklausu, óreyndu" borgarfulltrúarnir gefa í skin, (svo ég noti líka orð moggans), hefði þá ekki verið hans hagur að selja sem fyrst, tryggja þessum vinum sínum allan eignarhlutann í nýja fyrirtækinu sem fyrst á sem lægstu verði? Áður en allir þessi samningar og sérákvæði komu í ljós?

Ég sá Sindra í markaðinum á stöð 2 og hann sagði þar, það vera gömul og ný sannindi á markaði að kaupa þegar er ódýrt en selja dýrt. Hefði það því ekki komið þessum fjármálamönnum innan framsóknar best að fá að kaupa strax?

 


mbl.is Áhrifamenn í Framsókn hluthafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, við ætlum að láta þetta ganga, já, við sjáum svo mikla möguleika

Nú er mikilvægt að vanda sig, nú er mikilvægt að kunna að vera stór, kunna það að í pólitík er engin trygging til fyrir að öll málefni eins flokks fái framgang, en nauðsynlegt að kunna að semja, forgangsraða og að gefa eftir. Ég held reyndar að það sé margt sem sameinar og á það verður að líta. 

Þetta er eins og þegar við vinnum með fordóma með leikskólabörnum, við reynum að fá þau til að sjá hvað þau eiga sameiginlegt og skoða það. Mér finnst líka ágæt reglan sem gildir í einum leikskóla sem ég þekki til. Þar ákváðu þau að byrja svör við öllum spurningum (bæði á meðal barna og starfsfólk) með því að segja: Já. Hversu erfitt sem það kann að reynast. Barnið spyr: "Má ég fljúga upp í himininn með höndunum?" svarið yrði, "Já, þegar búið er að finna upp hvernig það er hægt." Eða ... (fínt að fá tillögur) Þar á bæ sögðu þær mér að þetta hefði breytt starfsandanum. Kannski þarf hinn nýi meirihluti að tileinka sér slíka afstöðu. Gefur þeim færi á að hugsa og bíður upp á endalausa möguleika.

 

PS. Leikskólinn ætlar að bjóða upp á námskeið í þessu á starfsdögunum (SARE) okkar í janúar.


mbl.is Svandís: „Valhöll getulaus í erfiðum málum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband