Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Viltu vera sjóræningi eða prinsessa?

Hver vill ekki ræða við heimspekinga á hverjum degi? Hver vill ekki lesa heimsbókmenntir með áhugasömum áheyrendum daglega? Hver vill ekki semja tónlist eða spinna sögur? Hver vill ekki berjast fyrir réttlæti? Svo eru kannski einhverjir sem vilja líka ráðleggja foreldrum, vera leiðtogar í starfi, byggja upp skemmtilegt útinám, grúska í stærðfræði, hver sér ekki að leikskólinn er skemmtilegast vinnustaður í heimi, fyrir stóra og litla? 

Nýlega fór af stað átak til að sýna ungu og gömlu fólki fram á hvað leikskólinn er áhugaverður vettvangur til að starfa á. Settur hefur verið upp vefur þar sem hægt er að fá upplýsingar um allt milli himins og jarðar um störf og nám sem tengjast leikskóla. Bæði fyrir þá sem vilja læra að verða leikskólakennarar og líka þeir sem eru það þegar en vilja bæta við sig. Háskólarnir kynna sitt framboð sem og framhaldsskólar.

Á vefnum má finna myndbönd með viðtölum við unga og aðeins eldri um hvað gerir leikskólann spennandi kost. Ég hvet sem flesta til að kynna sér vefinn og dreifa honum sem víðast. Svo auðvitað sem flesta að sækja um nám í leikskólakennarafræðum næsta haust.

 

 

Einn þeirra sem þar tjáir sig er hann Egill. Hér má sjá myndband með viðtali við hann. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband