Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
20.2.2010 | 10:41
Staðfugl á Akureyri
Rétt áður en farfuglarnir birtast á vorin, þegar þorrinn kveður og góan tekur við, kynna háskólar landsins námsframboð sitt. Háskólinn á Akureyri verður með sína kynningu í Ráðhúsinu í Reykjavík. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér fjölbreytt námsframboð, vilja kannski taka sig upp og prófa að búa á nýjum stað já eða skoða fjarnámsmöguleika ættu að líta þar við. Við tókum vel á móti öllum.
Kannski ert þú ein/n þeirra sem í framtíðinni breytist í norðlenskan staðfugl eða jafnvel farfugl, svo vitnað sé til sýningar George Hollanders hér um árið.
Háskólar kynna nám sitt í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2010 | 08:27
Dagur nýrra hugmynda og tækifæra
Hver dagur í leikskólanum er dagur nýrra verkefna. Dagur nýrra hugmynda og tækifæra. Fyrir um 60 árum stofnuðu fóstrur stéttarfélag til að berjast fyrir rétti sínum en líka til að berjast fyrir rétti barna. Ímynd stéttarinnar er órjúfanlega tengd réttindum barna og skyldum við þau. Stundum er sagt að ef ekki væru börn væri enginn þörf fyrir leikskóla. Fyrir okkur sem störfum innan leikskólans er þetta sannleikur sem við megum ekki gleyma. Öll þróun í starfi á að miða að því besta fyrir öll börn. Að öll börn eigi hlutdeild í því starfi sem fram fer. Í námsumhverfi sem byggist á lýðræðislegum áherlsum. Réttur okkar leikskólakennara er rétturinn til að vernda námsumhverfi og uppvaxtarskilyrði barna innan leikskólans, rétturinn til að þróa það í takt við nýja þekkingu og viðhorf. Daglega sé ég þau gildi sem fyrstu fóstrurnar tileinkuðu sér höfð að leiðarljósi birtast í metnaðarfullu leikskólastarfi. Þeim ber að þakka frumkvöðlastarf sitt. Seinna tóku aðrir við kyndlinum og saman ætlum við að bera hann inn í framtíðina.
Barnavinafélagið Sumargjöf
Í mínum huga er það merkileg staðreynd að Barnavinafélagið Sumargjöf var stofnuð á Sumardaginn fyrsta, en Sumargjöf rak og átti fyrstu leikskólana. Leikskólinn hefur frá upphafi verið rekinn á forsendum barnsins vegna barnsins. Frá því að fyrstu leikskólarnir opnuðu fyrir um rúmum 80 árum hefur sumt breyst en annað ekki. Leikskólakennari sem gengi inn í leikskólastofu fortíðarinnar kannaðist sjálfsagt við margt. Leikskólanum hefur auðnast að byggja á arfleið sinni og er stoltur af henni. Hún er hluti af gildagrunni flestra leikskólakennara. Samtímis hefur námsumhverfi leikskólans tekið stórstígum breytingum, metnaðarfull verkefni eru unnin daglega í fjölda leikskóla. Verkefni sem snúa að skapandi, gagnrýnu námi og að velferð barna. Enn á ný eru breytingar framunda hjá leikskólunum.
Spennandi tímar - þjóðfundur um menntamál
Nýlega hafa verið sett lög og reglugerðir sem krefjast nýrra vinnubragða, nýrra hugsunar, ný námskrá er í burðarliðnum og háskólarnir hafa endurskoðað kennaranámið. Nú um stundir fagna leikskólakennarar 60 ára afmæli stéttarfélags síns, í viku sem þeir hafa tileinkað leikskólastarfi. Samtímis er hópur áhugfólks um menntamál að skipuleggja Þjóðfund um menntamál, þar sem rætt verður um menntun barna á bæði leik- og grunnskólaaldri.
Sjálf hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að taka örfá spor í sögu stéttarinnar. Framundan eru spennandi tímar, sem ég hlakka til að lifa, hlakka til í að fá að tækifæri til að móta.
15.2.2010 | 22:47
Þar sem virðing, gleði og sköpun ríkir
Um helgina tók ég þátt í Þjóðfundi um menntamál, í dag heimsótti ég sænskan leikskóla. Um helgina komst fólk að þeirri niðurstöðu að virðing, gleði og sköpun ættu að vera þau gildi sem lögð eru til grundvallar skólastarfi. Í dag heimsótti ég leikskóla þar sem þessi gildi eru kjörorð. Ekki bara í orði heldur líka á borði. Það má eiginlega segja að skólinn sé mettaður þessum gildum.
Það var ótrúlegt að skoða 1. árs deildina, efniviður, málning, kubbar allt aðgengilegt börnunum. Engin beisli á barnastólunum, eins árs börnin sitja á lágum breiðum kollum (reyndar gera öll börn það). Smyrja brauðið sitt sjálf og leika í umhverfi sem sumir teldu vera of ögrandi og jafnvel hættulegt fyrir þau. Þarna á eins árs deildinni gekk dagurinn áreynslulaust fyrir sig. Hver deild varð síðan aðeins flóknari, flóknari efniviður, verkefni og kröfur.
Verkefni barnanna fá að standa, kom á byggingasvæði þar sem byggingar standa í nokkra daga og fá að þróast og þróast. Allstaðar ríkti virðing, fyrir barninu og verkum þeirra, en líka möguleikum og getu. Það ríkti gleði, leikgleði og sköpun er kjörorð dagsins.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2010 | 21:45
Skapandi skólastarf sem byggir á virðingu og þar sem ríkir gleði
Virðing, gleði sköpun.
Laugardaginn 13. febrúar stóð hópur áhugafólks um menntamál að Þjóðfundi um menntamál í húsnæði menntavísindasviðs, Háskóla Íslands. Á fundinn mætti á þriðja hundrað manns til að ræða um menntun barna á aldrinum 2- 16 ára. Fundarmenn skiptust í tvo meginhópa. Annarsvegar foreldra og hins vegar sérfræðinga um menntamál, grunnskólakennara, leikskólakennara, fræðamenn og fleiri
Fundurinn er afsprengi Þjóðfundar 2009, hann byggir á þeim aðferðum sem þar voru þróaðar en jafnframt voru þau vinnubrögð þróuð til að ná fram samstöðu um aðgerðir. Fólkið sem stóð að Þjóðfundi um menntamál 2010 hafði margt lagt sitt að mörkum við undirbúning og framkvæmd Þjóðfundar 2009.
Eftir Þjóðfund 2009 var mörgum boltum hent upp í loft, við sem stóðum að Þjóðfundi um menntamál gripum einn þessara bolta.
Á þjóðfundi um menntamál var byrjað á því að skilgreina þau gildi sem fundargestir telja mikilvægust við menntun barna. Þau gildi sem skoruðu hæst voru Virðing, gleði og sköpun.
Þegar hugmyndir gesta um þemu voru flokkuð komu fram sex þemu, sem ekki eru flokkuð mikilvægisröð,
Að lokum komu fram yfir 30 beinar tillögur að aðgerðum í menntamálum, aðgerðir sem allar verða birtar á vef Menntafundar nú í vikunni (á menntafundur.ning.com). Tillögurnar verða jafnframt kynntar á Menntaþingi, menntamálaráðherra þann 5. mars næstkomandi.
13.2.2010 | 13:25
Kennsluhættir - sköpun - kennaramenntun
ÞEMU:
Kennaramenntun
Skóli og samfélag
Skapandi skólastarf
Skólaþróun
Samfélagsfærni
Kennsluhættir og námsefni
13.2.2010 | 11:52
ÞJÓÐFUNDUR UM MENNTAMÁL - VIRÐING - SKÖPUN - GLEÐI
Þjóðfundur um menntamál var settur kl 9.30í morgun, fundurinn byggir á hugmyndafræði og vinnubrögðum þjóðfundar 2009. Í morgun byrjaði fólk a setja niður gildi sem það telur að setja eigi í öndvegi menntunar á Íslandi.
Gildin sem fólk telur mikilvægust í menntun eru Virðing, Gleði, Sköpun
hægt er að fylgjast með fundinum á
og á
http://www.facebook.com/pages/pjodfundur-um-menntamal-2010/234699679463?ref=ts#!