Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Neyðakallinn

Ég er ein þeirra sem er hjálpar- og björgunarsveitum óendalega þakklát. Við höfum sem þjóð getað treyst á óeigningjarnt starf fólksins sem fyllir þessar sveitir. Séð það aftur og aftur leggja sitt perónulega líf til hliðar til að koma öðrum til hjálpar. Nú þurfa þessir aðilar á okkur að halda. Þeir þurfa á því að halda að við kaupum Neyðarkall. Hjálparsveitarfólk er um helgina um allt land að selja rústabjörgunarmanninn. Í útvarspsumræðu um neyðakallinn var þeirri spurningu velt upp hvort að ekki væri eðlilegt að mæla traust fólks á björgunarsveitunum. Þáttastjórnandinn taldi sennilegt að ef það væri gert kæmi í ljós 100% traust.

Í gær kom einn starfsmaður í leikskólanum Aðalþingi í hláparsveitarbúningum sínum til barnanna. Hann fékk margar spurningar og börnin skoðuðu af áhuga útbúnaðinn hans. Talstöð, hjálm, áttarvita og sigbeltið.  Slíkar kynningar til barna eru mikilvægar, þær skapa spennu fyrir hlutverkinu og börnin sjá raunverulega útbúinn neyðarkall. Í dag er lítil frétt á heimasíðu leikskólans um þessa heimsókn.

http://www.adalthing.is/


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband