Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Nú þarf að skipta út liði

Á frægum fundi í Þjóðleikhúskjallaranum kom fram skýr krafa um endurnýjun í forystusveit Samfylkingarinnar. Þar var þeim tilmælum beint til núverandi þingmanna flokksins að gera okkur flokksfólki, þann greiða að draga sig í hlé. Kröfuna bar upp ung kona, eftir að hún lauk máli sínu klappaði allur salurinn mikið og ákaft. Mér er sagt að þeir sem sátu nálægt þingönnum hafi séð að á þá runnu tvær grímur. Í augum flokksfólksins eru þeir samábyrgir fyrir aðgerðarleysinu, þeir voru meðvirkir og gleymdu því hlutverki sínu sem snýr að gagnrýninni umræðu og upplýsingarskyldu. 

Drattast til stjórnarslita 

Þrátt fyrir Samfylkingin hafi á endanum drattast til að slíta stjórnarsamstarfinu held ég að krafan standi enn. Ég segi drattast, ég var nefnilega ein þeirra sem vildi gefa flokknum og samstarfinu sjéns í haust. Fannst ekki skynsamlegt að skipta út forystusveitinni á ögurstund. Því miður brást ríkisstjórnin mér eins og mörgum öðrum. Í stað þess að við fólkið í landinu værum upplýst, fengum við upplýsingar erlendis frá. Það var óþægileg myndin sem við höfum flest af gjörsamlega vanhæfu stjórnkerfi og fólki sem ekki virtist geta tekið á málum. Þegar sýnt var að ekkert var að gerast var ekki annað hægt en að slíta þessu lánlausa sambandi.

Enn eru að berast upplýsingar um svínaríið sem viðgengist hefur hér á landi. Í okkar nafni og á okkar ábyrgð, án þess að við vissum. 

Endurnýjun

Nú fáum við tækifæri til að endurnýja forystufólkið. Á listum Samfylkingarinnar í vor vil ég sjá ný andlit, ekki bara ungt fólk, heldur fólk á öllum aldri. Ég vil lista sem endurspegla samfélagið okkar. Mér hefur stundum fundist gæta hroka gangvart menntun þeirra sem á Alþingi eru og eru í ráðherraembættum. Ég get því miður ekki sagt að mér finnist það hafa skipt máli að hafa haft lögfræðinga og hagfræðing í forsætisráðuneytinu, sýnist þeir ekkert hafa staðið sig betur en dýralæknirinn í fjármálaráðuneytinu. Ég vara við þessari oftrú á menntun. Menntun er góð en eðlisgreind og reynsla eru líka mikils virði.

Prófkjör

Ég vil fá prófkjör með ströngum reglum um auglýsingar og kostnað. Þannig að lýðræðislega verði öllum gert kleift að taka þátt. Að jafnvel þó fólk hafi ekki sterka hópa á bak við sig hafi það möguleika til að koma sér á framfæri. Þannig held ég að lýðræðinu verði best borgið. Ég hef áður sagt og segi enn að ef fólk verði síðan uppvíst að því að fara á svig við þær ströngu reglur sem setja á, á miskunnarlaust að henda því af lista. Því á hinu nýja Íslandi viljum við að siðbótin verði raunveruleg og nái inn í innstu kjarna allra flokka.

 


Hver eru áhirf kreppu á Íslandi?

Mig langar að vekja athygli á eftirfarandi og tengist kreppunni hérlendis. Næstu daga verða fulltrúar sænska sjónvarpsins hér á ferð til að gera heimildarþátt um áhrif kreppunnar á Íslandi. Það er íslenskur þáttagerðarmaður Kristján Sigurjónsson, starfandi í Svíþjóð sem gerir þáttinn. Hann er að leita að viðmælendum, fólki sem annar eða báðir maka hafa misst vinnuna, þar sem fólk er með myntkörfulán/erfið lán, lækkuð laun og svo framvegis (nútíma raunarsögur). Ef þið vitið um einhverja slíka vinsamlegast hafið samband við hann í netfang info@bildreportage.se sem allra fyrst.

Það er skelfilegt til þess að hugsa að við gætum hæglega endurunnið kosningarspjöld og slagorð stjórnmálaflokkana frá því á 4 áratuginum. Slagorða eins og; Mamma og pabbi mega ekki verða atvinnulaus.  Allir eiga rétt á þak yfir höfuðið.

mbl.is 13.280 á atvinnuleysisskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimildamynd um kreppuna á Íslandi

Næstu daga verða fulltrúar sænska sjónvarpsins hér á ferð til að gera heimildarþátt um áhrif kreppunnar á Íslandi. Það er íslenskur þáttagerðarmaður Kristján Sigurjónsson, starfandi í Svíþjóð sem gerir þáttinn. Hann er að leita að viðmælendum, fólki sem annar eða báðir maka hafa misst vinnuna, þar sem fólk er með myntkörfulán/erfið lán, lækkuð laun og svo framvegis (nútíma raunarsögur). Ef þið vitið um einhverja slíka vinsamlegast hafið samband við hann í netfang info@bildreportage.se sem allra fyrst.

Vinsamlegast komið þessu á framfæri sem víðast.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband