Sjálfboðaliðar

thjodfundur_logo_undirtitill_270x120

Það er svo merkilegt hvað fólk er tilbúið að leggja á sig fyrir góðar hugmyndir og góð málefni. Við Íslendinga höfum í gegn um tíðina séð hverskonar grettistaki er hægt að lyfta með samstilltu átaki. Stundum hafa tilefnin verið vegna áfalla sem við sem þjóð höfum staðið frammi fyrir og stundum þegar við viljum styrkja góð málefni eins og t.d. byggingu Grensásdeildar. Ávallt þegar ég upplifi slík andartök eða atburði verð ég snortin og gleðst yfir því að tilheyra þessum samstæða en samt margbreytilega og ólíka hópi.

Fyrir mörgum árum stóð ég á slíkum krossgötum í eigin lífi, ég stóð fyrir framan hruni á minni heimsmynd sem ég vona að ég eigi aldrei eftir að upplifa aftur. Í einu vetfangi hrundi heimurinn eins og ég þekki hann og eftir stóð ég. En þá fann ég einmitt þennan samhug þjóðarinnar, fann hvað var gott að tilheyra þessum hóp, Íslendingar. Hóp sem réttir fram hendur og hjálpar. Bláókunnugt fólk sem lét sér annt um mig. Hvað eftir annað höfum við Íslendingar getað sýnt í verki hvers við erum megnug þegar við viljum.  

Undanfarna vikur og mánuði hef ég fylgst með því fólki sem stendur að Þjóðfundi. Séð allar þær vinnufúsu hendur sem að honum standa. Næstum getað þreifað á allri þeirri hugarorku sem þar er að finna. Hundruð kvenna og manna sem leggja fram vinnu sína sem sjálfboðaliðar, að sjálfsögðu endurgjaldlaust. Á einhverju andartaki var mér boðið með í hópinn. Boðið að leggja mitt að mörkum. Endurgjaldið sem mér var lofað er ánægja, gleði, oggu þreyta og að hitta og að kynnast skemmtilegu fólki. Mér finnst það reyndar mikið endurgjald. Mér finnst líka gaman að sjá og skynja hina miklu vídd sem er í hópi þeirra sem að Þjóðfundi standa. Fólk sem kemur frá mismunandi stöðum í lífinu, með mismunandi reynslu, menntun og bakgrunn.

Helst hefði ég viljað fá boð á Þjóðfund, mundi glöð gefa eftir svæðisstjórahlutverkið fyrir þau forréttindi að fá að leggja fram hugmyndir og pælingar, fyrir að fá að vera þátttakandi í umræðunni. Ég vona sannarlega að þeir sem hafa fengið boð staðfesti þau og ekki bara það, heldur mæti og verji laugardeginum í þágu framtíðarinnar í Laugardagshöllinni.

Ps. á morgun ætla ég að skrifa um hvað mig langar að gera persónulega með hugmyndafræðina og tæknina sem hefur verið að mótast í tengslum við Þjóðfundinn, (þekkingin sem hefur orðið til er nefnilega alveg ótrúlega mikil).

 

Þjóðfundur

 


mbl.is Þjóðfundur um framtíðarsýn Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Hæ Kristín 

Tek undir og hlakka til að lesa á morgun :-) 

Morten Lange, 11.11.2009 kl. 12:26

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Óska ykkur góðs gengis. Minni á að hafa þetta bak við eyrað:

http://www.kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/entry/977997/ 

Kristinn Pétursson, 11.11.2009 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband