Þjóðarspegill - þátttökuaðlögun

Næstkomandi föstudag  þann 30. október verður Þjóðarspegill Háskóla Íslands haldinn í tíunda skipti. Þar er að vanda að finna fjölbreytta dagskrá. Þjóðarspegill er opinn öllum og kostar ekkert inn. Ég verð með erindi um þátttökuaðlögun um morguninn. Reyndar verð ég með annað erindi um sama efni á málþingi HÍ Föruneyti barnsins seinna um daginn. En ætla að reyna að nálgast viðfangsefnið úr sitthvorri áttinni. Í tengslum við Þjóðarspegilinn skrifaði ég grein í rafrænt tímarit sem kemur út í tengslum við hann um reynslu sex leikskóla af þátttökuaðlögun. Hvet þá sem áhuga hafa á hinum ýmsu þjóðfélagsmálum að mæta og hlusta. Kannski á einn fyrirlestur, kannski allan daginn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband