6.7.2009 | 14:33
Ævintýr í Eyjafirði
Það eru ófáir vinir mínir sem í gegn um tíðina hafa farið í matarferðir til útlanda. Í slíkum ferðum eru bændur gjarnan heimsóttir og gestir fá upplýsingar um tilurð afurða. Hluti af ferðunum er svo að snæða mat eldaðan af fyrirtaks kokkum úr viðkomandi hráefnum á fallegum stað. En viti menn það þarf ekki lengur að fara til útlanda til að upplifa slíkt ævintýri, það er nóg að skreppa norður í land. Í Eyjafirði er margskonar ræktun og vinnsla á matvöru. Þar er líka fyrirtaks veitingahús sem hefur kappkostað að vinna með matvæli ættuð úr sveitunum í kring. Þar er byggt á hugmyndafræði slowfood hreyfingarinnar. Nú hefur þetta veitingahús tekið upp á þeirri nýung að bjóða gestum í ferð um matarlendur Eyjafjarðar og loka svo deginum með kvöldverði á Friðrik V. Þeir sem vilja kynna sér næstu ferðir nánar er bent á heimasíðu Friðriks V.
Vinir mínir sem ætluðu að fagna stórum áfanga í lífi sínu, ákváðu í stað þess að skreppa helgarferð til útlanda, einmitt að fara í slíka ferð. Þau komu svífandi til baka. Einstök upplifun, sögðu þau.
Ég hef verið þeirrar gæfu njótandi að fylgjast með Friðrik V frá opnun, séð staðinn vaxa og vaxa. Séð hvað sú skarpa sýn sem hefur einkennt hugmyndafræðina frá upphafi hefur skilað miklu. Sýn sem þau deilda saman Arnrún, Friðrik og börnin. Friðrik V er nefnilega fjölskylduveitingahús eins og þau gerast best. En annað sem hefur líka einkennt þau, er hugrekki til að takast á við áskoranir og finna nýjar leiðir í rekstri. Meðal þeirra má nefna jafn ólíka hluti og að bjóða grunnskólabörnum á Akureyri upp á valgrein sem snýr að mat úr hérðaði og það nýjasta matarferðir um Eyjafjörð.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:38 | Facebook
Athugasemdir
Frábært fratak hjá þeim. Ég á einmitt dóttur sem er að fara í 9. bekk í haust og tekur þetta sem valgrein. Verður spennandi ð sjá hvernig það kemur út.
Anna Guðný , 6.7.2009 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.