Þversnið samfélagsins

Vilhjálmur Einarsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag um framhaldsskólann sem ég hvet fólk til að til að lesa. Þar fjallar hann um reglur um inntökur fyrr og nú. Ég er ein þeirra sem er fylgjandi því að skólar hafi sín "upptökusvæði" en hafi síðan svigrúm til að veita ákveðnu hlutfalli nemenda utan svæðis inngöngu. Ég er líka fylgjandi því að öllum skólum beri skylda til að taka inn tiltekið hlutfall nema úr öllum einkunnarhópum og um þá sækja. Þó svo að umræðan hafi e.t.v. mest snúið um þá sem vilja í MR og Versló eru fjölda annarra skóla sem unglingarnir vilja sækja, t.d. vegna áhuga á listnámi, kokkamennsku, hönnun, bifvélum, ja eða þeirra viðhorfa sem þeir vita að ríkja þar. Með kerfi sem byggir á blöndun ýmissa þátta er líklegra að skólarnir að verða þversnið samfélagsins.  Mér finnst það eftirsóknarvert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband