29.6.2009 | 20:25
„Lektor í bóndabeygju“
Svargrein við ritstjórnargrein Morgunblaðsins 27 júní.
Það er hlutverk fjölmiðla að halda uppi upplýstri og gagnrýninni umræðu byggðri á staðreyndum og þekkingu. Hlutverkið er ekki alltaf það þægilegasta en það er skylda þeirra að víkja sér ekki undan óþægindum í stórum málum og smáum og fylgja sannfæringu sinni. Á laugardag valdi Morgunblaðið að vekja athygli á fréttum um agakafla síðustu útgefinnar námskrár Hjallastefnunnar. Aðkoma mín að málinu var að fréttamaður Ríkisútvarpsins hafði við mig samband bað mig, sem lektor í leikskólafræðum, um álit á því sem þar stóð. Það er engin launung að ég taldi agakaflann ekki standast nútímahugmyndir um leikskólauppeldi. En að sjálfsögðu mega aðrir skilja á þann veg sem þeir sjálfir kjósa þar með talið leiðarahöfundar Morgunblaðsins. Hinsvegar er vert að benda á að eftir að Margrét Pála frétti af umfjöllun í netheimum um námskrána valdi hún sjálf að fella þennan hluta hennar úr gildi og fjarlægja af netinu. Ég á von á að næsta ritstjórnargrein Morgunblaðsins fjalli um þá einlægu ósk þeirra Margrét Pála taki kaflann aftur í gildi og birti á netinu.
Birtist í Morgunblaðinu 29.06 2009.
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér fannst athyglisvert hvernig málfræði og orðanotkun blandaðist inn í umræðuna. Það rifjaðist upp fyrir mér að ég upplifði einu sinni íslenska málfræði sem refsivönd.
kveðja, Bjarni
Bjarni (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 00:25
Málfræði, veit ekki, viðhorf, já, viðhorf sem birtast í notkun málsins. En við höfum flest upplifað ægivald kórréttra íslensku. Ég var og er á köflum skíthrædd við hana. Hún hefur gjarnan verið notuð til að þagga niður í fólki, það er hrætt við að beygja vitlaust, vitlausa orðaskipan og svo er það stafsetningin, hún er okkar hjartans mál og vöndur. Við notum það að gera grín að og lítillækka fólk sem ekki hefur fullt vald á skrifuðu máli. Ég á mínar ambögur (og hræðslustundir), en ég get fullvissað þig um að þrátt fyrir það erum við sem aðild eigum að þessum málum nokkuð sjálfbjarga í meðferð tungunnar.
Kristín Dýrfjörð, 30.6.2009 kl. 00:45
Það má skilja fyrirsögnina þína á tvo vegu: að þú hafir verið tekin í bóndabeygju og að þú sért lektor í bóndabeygju(fræðum)!
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.6.2009 kl. 17:30
Góður Ingólfur,annars er tengdadóttir mín kannski sérfræðingur í bóndabeygjufræðum (fimleikakona og að læra svoleiðis þjálfunarfræði). Mér finnst merkilegt að mogginn hafi ekki líka talið að í mig hafi verið potað vingjarnlega með "uppeldissprotanum" sem á er minnst í námsskránni og á að nota til pota börnum "vingjarnlega" á "sinn stað".
Kristín Dýrfjörð, 30.6.2009 kl. 18:44
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.6.2009 kl. 22:43
Það eru náttúrlega ekki allir sem fá heilum Moggaleiðara beint til sín !
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.6.2009 kl. 22:44
Það segir auðvitað sitthvað.
Kristín Dýrfjörð, 30.6.2009 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.