Fyrir flokksmenn - enda ekki kröfuharðir

Fyrir FLOKKSMENN er allt sem skiptir máli komið fram segir Bjarni með nokkru yfirlæti. En ég velti fyrir mér, hvað með almenning? Viljum við vita meira um fjármál flokksins? Hverjir voru til dæmis heildarstyrkir til flokksins 2006? Ég vil fá að vita um allan fótinn og kroppinn líka ekki bara litlu tánna (81 milla) sem okkur er sýnd. 

Upp á borð með allt bókhaldið. Það er óþarfi að gefa upp hvað hver gaf yfir milljón en að öðru leyti sundurliðað bókhald flokksins. 

Annars var frekar fyndið að lesa AMX þar sem farið er yfir bókhald flokkanna og sýnt hvað SjálfstæðisFLokkurinn stóð vel 2007 með hæstu prósentu eigið fé. Það getur vel verið að það standist bókhaldslega en ef 55 milljónir sem þeir fengu rétt fyrir áramót 2006 til að laga stöðuna eru dregnar frá er dæmið ekki alveg jafn fallegt, eða hvað?  


mbl.is Allt komið fram sem máli skiptir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það væri spennandi að sjá styrki undanfarinna 20 ára til allra stjórnmálaflokkanna.  Spillingin er ekki nýtilkomin. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.4.2009 kl. 01:54

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Peningarmál hafa verið eilíf áhyggjumál allra flokka og framboða, ælta að skrifa smá færslu um það á eftir.

Kristín Dýrfjörð, 12.4.2009 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband